Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 30
24
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Báðar hafa tegundir þessar blóðrauðan hatt og hvít blöð, en eru
þó harla ólíkar. Sú fyrrnefnda, berserkjasveppurinn, vex eingöngu
í skógum og sprettur mjög seint á árinu og í sumum árum senni-
lega alls ekki. Þessi sveppur er svo auðþekktur og alkunnur erlend-
is, að ólíklegt er að Eggert hefði ekki kunnað að nefna hann sínu
rétta nafni, ef hann hefði séð hann.
Að berserkjasveppurinn er eitraður hefur lengi verið vitað, og
því útilokað að hann hafi verið notaður sem matsveppur. Þá finnst
berserkjasveppurinn ekki hér á landi fyrr en á allra síðustu árum,
og bendir það til þess að h'tið hafi borið á honum hér.
Loks er berserkjasveppurinn með greinilegum hring (kraga), en
á það er hvergi minnst í lýsingu Eggerts.
Að þessu öllu athuguðu finnst mér afar ósennilegt eða nærri
útilokað, að nafnið reyðikúla hafi nokkru sinni verið notað urn
þennan svepp.
Er þá að atliuga hina tegundina, sem sé Russula alpina. Þetta
er fremur smávaxin svepptegund, sem hefur blóðrauðan, hvelfdan,
dældaðan hatt, og snjóhvít blöð og staf. Hún er algeng um land
allt og vex einmitt oft á mosaþembum (Mose-Bakker, svo þýtt af
Steind. Steindórssyni), eða þar sem ekki er mjög mikið gras.
Lýsing Eggerts á reyðikúlunni á svo vel við þessa tegund, að ég
tel ekkert vafamál, að þetta sé einmitt hún.
Rétt er að geta þess, að þessi skoðun hefur komið fram áður,
eða hjá Rostrup, í riti hans um íslenzka sveppi 1885.
Björn Halldórsson lýsir einnig reyðikúlunni, en þar sem sú lýs-
ing á eingöngu við hinn eiginlega ætisvepp (Psalliota campestris)
tel ég hana ómerka.
Lengi mun hafa tíðkazt að telja reyðikúluna til tegundarinnar
Russula emetica Fr., en hún er algeng víða um Evrópu og vex
einkum í mýrlendum furuskógum. Hún hefur það orð á sér að
vera eitruð.
Þannig getur J. Vahl um Agaricus emeticus í skrá um íslenzkar
plöntur, sem prentuð var með ferðabók Gaimards 1840. Er þar
vafalaust átt við reyðikúluna.
Af öðrum heimildum um reyðikúluna hér á landi má nefna
óprentað handrit að Flora Islandica eftir Ólaf Davíðsson. Þar er
getið um Russula emetica Fr., sem er fundin við Heiðarhús (í Eyja-
firði) af Stefáni Stefánssyni.