Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 27 2. mynd. Russula alpina í maríuslakksdæld (Alchemilletum). Foto: Helgi Hallgrímsson. Aðaldal, og þá einkum þar sem gras er lagt, í harðlendi, við götur, eða á mosaþembum. Tegundir a£ kyninu Russula eru langElestar rótarsveppir (mykor- rhizusveppir) og o£t fastbundnar vissum tegundum trjáa eða runna. Einnig hér á landi eru margir algengir skógsveppir a£ þessu kyni. (Russula delica, foetens, xerampelina, claroflava, aeruginea, gracil- lima o. fl.j. Ekki verður séð, að reyðikúlan sé bundin neinni sér- stakri tegund blómjurta, enda virðist hún geta vaxið í margs konar gróðurlendi. Eins og áður er getið, hittist reyðikúlan þó mjög oft með maríustakk (Alchemilla vestita) og kornsúru (Polygonum vivi- parum). Reyndar hefur kornsúran svo alhliða útbreiðslu, að sjald- an mun reyðikúlan hittast án hennar. Kornsúran er ein þeirra blóm- jurta sem að jafnaði hefur svepprót, og mætti því geta sér til um að samband væri milli þessarra tveggja tegunda. Russula-kynið er vel aðgreint meðal blaðsveppanna, vegna hinn- ar meyru gerðar holdsins, sem mylst líkt og ostur, ef það er kramið, en klofnar ekki í trefjar eins og hold flestra annarra sveppa. Vaxtar- lagið er yfirleitt mjög líkt. Þetta eru stuttir og digrir sveppir og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.