Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 36

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 36
30 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN hæð. Hlýtur það að hafa vaxið þarna í mörg ár. Fram- an við Atvinnudeild Háskól- ans í Reykjavík hefur sand- fax vaxið a. m. k. síðan 1940, er það barst þangað, senni- lega með brezka setuliðinu, sem reisti bragga á lóðinni rétt hjá. Við Hóla í Eyjafirði og Skriðu og Fornhaga í Hörg- árdal vaxa dálitlar breiður af gulbrá (Matricaria matri- caroides). Einnig er hún komin vestur að Sælingsdals- laug í Dalasýslu. Sumarið 1960 athugaði ég nokkuð útbreiðslu blá- hveitis (Agropyron trachy- caulum) í Skagafirði (sbr. Náttúrufræðinginn 1961, bls. 43—44) og hélt athugunum áfram í Eyjafirði í sumar, sem leið. Sá ég þá bláhveitið nær hvarvetna í þurru, fremur snöggu graslendi, frá Hólshúsum og Grund vestan Eyjafjarðarár allt fram í Leyning, Villingadal og Hólsgerði. Einnig að Vatnsenda, Hólum og út eftir austan ár allt út í Munkaþverá, Þverá ytri og Seljahlíð í Sölvadal. Má telja, að bláhveitið vaxi í landareign sérhverrar jarðar, þar sem skilyrði eru því hagkvæm. Sérlega mikið virtist af því á Möðruvöllum, Guðrúnarstöðum, Fellshlíð, Skáldstöðum, Jór- unnarstöðum, Leyningi og Hólum. Blceösp i Garðsdrgili. Á Öngulsstöðum í Eyjafirði sýndi Sigurgeir Halldórsson bóndi mér forvitnilega trjáplöntu í garði sínum. Reyndist það vera blæ- ösp (Populus tremula), um 1 m á hæð. Sigurgeir var á ferð í Garðs- árgili, gegnt skógræktargirðingunni, fyrir 8 árum, að safna smáum birkiplöntum til gróðursetningar. Reyndist asparplantan vera meðal þeirra. Ég gerði mér ferð í Garðsárgil 9. ágúst í asparleit. Áin 1. mynd. Bláhveiu frá Möðruvöllum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.