Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 31 fellur í gljúfragili. Þarna suðvestan árinnar í landareign Þverár og Jódísarstaða standa á talsverðu svæði birkihríslur 2—3 m á hæð og gulvíðirunnar í gilinu. Teygja þær hæstu toppana upp af kletta- stöllunum upp fyrir gilbarmana. Kemst sauðfé varla að þeim. Mest er um birkið gegnt skógræktargirðingunni, en hríslur á stangli sjást neðar og bjarkabeltið nær einnig lengra upp með ánni, nokkurn veginn á móts við bæinn Garðsá. Ofar er betur kindagengt í gilið og allt birki eytt þar af sauðfé. í mel og móa- brekku (ögn fjær gilinu), ofan við stóru birkihríslurnar, sést urmull smárra birkiplantna. Þar tók Sigurgeir birkiplönturnar og öspina óvart með. Sauðféð bítur smáhríslurnar jafnóðum og þær vaxa úr grasi, og öspin bítst á undan birkinu, segja Norðmenn. Ekki fann ég öspina, en vel getur hún samt leynzt þarna. Er raunar tilviljun, ef örsmá asparplanta finnst innan um birkið. Þyrfti raunar að girða gilið og gilbrekkuna sem fyrst. Mundi þá öspin bráðlega koma í ljós, ef hún leynist þarna ennþá. En hvernig stendur á ösp- inni í gilinu? Mjög ólíklegt er, að hún hafi verið flutt þangað. Bæjarnafnið Espihóll í Eyjafirði bendir til þess, að fyrrum hafi ösp vaxið á þessum slóðum. Landnámsmenn þekktu öspina vel frá heimkynnum sínum í Noregi. Vel getur ösp hafa vaxið í Garðs- árgili frá ómunatíð. Ekkert er þó hægt að fullyrða um þetta að svo stöddu. Blæösp er áður fundin að Garði í Fnjóskadal og á fjór- um stöðum á Austurlandi. Getur hún vel leynzt víðar. Við Djúp. Síðari hluta ágúst ferðaðist ég nokkuð um Vestfirði, einkum við sunnanvert ísafjarðardjúp. í Hvítanesi við Skötufjörð hefur lækjasteinbrjótur lengi vaxið í kálgarði og við gamalt brunnhús, hinn þroskalegasti. Annars vex hann helzt til fjalla. Skógarkerfill (Anthriscus silvestris) vex skammt frá bænum. Hefur sennilega borizt með grasfræi. Gullstör (Carex serotina) vex hér og hvar á nesoddanum, utan við Hvítanes. Einnig að Eyri við Skötufjörð og í grennd við Strandsel. Keldustör (Carex magellanica) vex í landi Hvítaness í Hestfirði, einkum ofan við Bolaskóg. Einnig að Eyri í Skötufirði, í Ögri og að Hrafnabjörg- um og víðar í Laugardal. Sums staðar er mikið um hana. Ofan við Bolaskóg í Hestfirði fann ég einkennilega stör í litlum mýrabletti á hjalla uppi við fjallið, beint upp af Hesteyri (og gegnt bænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.