Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 44
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Á Suðurskautslandinu finnast ekki nema þrjár blómplöntur. Finn- ast þær aðeins fyrir norðan 64. breiddarbaug, á skaganum, er gengur í áttina til S-Ameríku. Plöntur þessar eru tvær grastegundir af ætt- kvíslinni Deschampsia og smávaxin jurt að nafni Colobanthus crassifolius D-Urville. Annars staðar á Suðurskautslandinu finnast aðeins þörungar, fléttur og mosar. Af leifum þessara jurta mynd- ast örþunnt jarðvegslag, einkum á varpstöðvum fuglanna og í grennd við þær. Gerlagróður í þessum jarðvegi virðist vera mjög svipaður og á öðrum stöðum á hnettinum. Meira að segja hafa fundizt þarna köfnunarefnisbindandi gerlar. Um sveppi er aftur á móti mjög lítið. Þörungarnir eru sá flokkur plantna, sem mest er af á Suður- skautslandinu. Venjulega finnast þeir skammt frá ströndinni, og þeir vaxa bæði á landi og í tjörnum. Oft eru þeir við ísrendur, þar sem raka er að finna af völdum sólbráðar. Meira að segja geta sumir þeirra vaxið á sjálfum ísnum og lita þeir hann þá stundum grænan eða rauðan. Mest áberandi eru blágrænþörungar og græn- þörungar, en af kísilþörungum er einnig mikið, aðallega í tjörnum. Harðgerðustu plönturnar á Suðurskautslandinu eru flétturnar. Teygja þær sig lengra en aðrar plöntur inn á hina líflausu eyði- mörk. Finnast þær á fjallatoppum langt inni í landinu. Fléttuteg- undirnar eru af ættum, sem algengar eru annars staðar á jörðinni. Af lægri dýrum er mjög lítið á Suðurskautslandinu. í tjörnum finnast frumdýr, hjóldýr og ormar, og auk þess ein rækjutegund, Branchinecta granulosa Daday. Sniglar eða fiskar finnast þar ekki. Á landi finnast nokkur skordýr, köngulær, maurar, lýs og stökk- skottur. Um helmingur þessara dýrategunda eru sníklar á fugli eða á sel. Stærsta landdýrið er fluga \/2 cm á. lengd, Belgica ant- arctica. Úr jarðsögu. Enda þótt Suðurskautslandið sé svo fátækt af lífi í dag og hafi sýnilega verið það í milljón ár, þá hefur það ekki alltaf verið þannig. í jarðlögunum undir hinni þykku íshellu hafa fundizt steingerðar leifar af jurtum og dýrum, sem sýna, að þarna hefur á löngu liðnum tímum verið frjósamt land og hlýtt loftslag, líkt og nú gerist í tempruðu beltunum. Þarna hafa meira að segja fundizt allt að 4 m þykk lög af steinkolum og eru þau talin vera um 250 milljón ára gömul. Líka hafa fundizt frá þessum tíma trjá-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.