Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 44

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 44
38 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Á Suðurskautslandinu finnast ekki nema þrjár blómplöntur. Finn- ast þær aðeins fyrir norðan 64. breiddarbaug, á skaganum, er gengur í áttina til S-Ameríku. Plöntur þessar eru tvær grastegundir af ætt- kvíslinni Deschampsia og smávaxin jurt að nafni Colobanthus crassifolius D-Urville. Annars staðar á Suðurskautslandinu finnast aðeins þörungar, fléttur og mosar. Af leifum þessara jurta mynd- ast örþunnt jarðvegslag, einkum á varpstöðvum fuglanna og í grennd við þær. Gerlagróður í þessum jarðvegi virðist vera mjög svipaður og á öðrum stöðum á hnettinum. Meira að segja hafa fundizt þarna köfnunarefnisbindandi gerlar. Um sveppi er aftur á móti mjög lítið. Þörungarnir eru sá flokkur plantna, sem mest er af á Suður- skautslandinu. Venjulega finnast þeir skammt frá ströndinni, og þeir vaxa bæði á landi og í tjörnum. Oft eru þeir við ísrendur, þar sem raka er að finna af völdum sólbráðar. Meira að segja geta sumir þeirra vaxið á sjálfum ísnum og lita þeir hann þá stundum grænan eða rauðan. Mest áberandi eru blágrænþörungar og græn- þörungar, en af kísilþörungum er einnig mikið, aðallega í tjörnum. Harðgerðustu plönturnar á Suðurskautslandinu eru flétturnar. Teygja þær sig lengra en aðrar plöntur inn á hina líflausu eyði- mörk. Finnast þær á fjallatoppum langt inni í landinu. Fléttuteg- undirnar eru af ættum, sem algengar eru annars staðar á jörðinni. Af lægri dýrum er mjög lítið á Suðurskautslandinu. í tjörnum finnast frumdýr, hjóldýr og ormar, og auk þess ein rækjutegund, Branchinecta granulosa Daday. Sniglar eða fiskar finnast þar ekki. Á landi finnast nokkur skordýr, köngulær, maurar, lýs og stökk- skottur. Um helmingur þessara dýrategunda eru sníklar á fugli eða á sel. Stærsta landdýrið er fluga \/2 cm á. lengd, Belgica ant- arctica. Úr jarðsögu. Enda þótt Suðurskautslandið sé svo fátækt af lífi í dag og hafi sýnilega verið það í milljón ár, þá hefur það ekki alltaf verið þannig. í jarðlögunum undir hinni þykku íshellu hafa fundizt steingerðar leifar af jurtum og dýrum, sem sýna, að þarna hefur á löngu liðnum tímum verið frjósamt land og hlýtt loftslag, líkt og nú gerist í tempruðu beltunum. Þarna hafa meira að segja fundizt allt að 4 m þykk lög af steinkolum og eru þau talin vera um 250 milljón ára gömul. Líka hafa fundizt frá þessum tíma trjá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.