Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 45

Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 45
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 39 3. mynd. Gondwanaland, eins og það hlutaðist í sundur. bolir, allt að 8 m á lengd og 60 cm að gildleika. Hér hafa því sýni- lega orðið mikil umskipti, og sennilegt að annaðhvort hafi færzt úr stað, Suðurskautslandið eða suðurskautið, nema hvort tveggja hafi gerzt. Nú þegar hafa miklar jarðfræðilegar rannsóknir verið gerðar á Suðurskautslandinu, þó að mikið sé þar enn ókannað. Fjölda stein- gervinga hefur verið safnað þaðan úr fornum jarðlögum og hafa þeir leitt í ljós, að hliðstæð stig þróunarsögunnar er að finna þarna og annars staðar á jörðinni. Einkum svipar þó hinum fornu jarð- lögum á meginlandi Suðurskautslandsins mikið til jarðlaga í S- Ameríku austan Andesfjalla, í Afríku sunnan Atlasfjalla, í Arabíu, í Indlandi og í Ástralíu. Sérkennandi fyrir þessi jai'ðlög eru jökul- myndanir, rákað berg og jökulruðningur, sem liggja undir mis- jafnlega þykkum lögum af þurrlendisseti, sem í eru bæði kol og aðrar jurtaleifar. Jarðlög þessi, sem kennd eru við Gonclwana á Indlandi, eru talin vera frá Perm-tímabilinu. Er talið víst, að á þessu tímabili hafi loftslag, jurtagróður og dýralíf verið svo til hið sama á þeim meginlöndum, sem nú mynda Suðurskautslandið, Ástralíu, Indland, S-Afríku og S-Ameríku. Meira að segja hefur því verið haldið fram, að hér hafi verið um eitt geysistórt meginland að ræða,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.