Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
41
Sitt af hverju
Um aldur Nesjahrauns í Grafningi.
Nýlega fékk ég í hendur niðurstöðu a£ C14-aldursákvörðun á
gróðurleifum, sem mikið finnst af undir gjallgígunum norðan við
Nesjavelli. Hér er um plöntur að ræða, sem hafa kaffærzt í heit-
um gosefnum og kolazt. Má glöggt sjá, hversu greinóttir stofnar
kvíslast um gjallið næst undirlagi þess, sem er mold.
Aldursákvörðunin gefur því beinlínis til kynna aldur gossins,
að svo miklu leyti sem hún nær.
Gróðurleifarnar reyndust vera 1880 ± 65 ára gamlar; þ. e. gosið
hefur átt sér stað í kringum árið 80 e. Kr.
Próf. Schwarzbach frá Köln sá um að koma sýnishorninu til dr.
Múnnich, Heidelberg, sem gerði aldursákvörðunina. Þökk sé þeim.
í Hellisheiðar-ritgerð sinni gizkar Þorleifur Einarsson á, að
Hellisheiðarhraun III muni vera 1500—2000 ára. En gossprungan
vestan Nesjavalladalsins er í tektónisku framhaldi gossprungunnar,
sem það hraun rann frá. Þess er rétt að geta, að Hagavíkurhraun,
sem hefur runnið frá gossprungu austan megin í þessum sama dal,
er eldra.
☆
Das Alter des Ausbruches voit Nesjahraun, SW-Island, wurde nacli der C14-
Methodc bestimmt. Es liandelt sich um eine unmittelbare Datierung des
Ausbruches, da Holzreste, die von clen noch lieissen Schlacken am Rande
eines Kraters begraben wurden, fur die Analyse verwendet wurden. Das Alter
erwies sich als 1880 ±65 Jahre, so dass sich der Ausbruch um das Jahr 80
n. Chr. ereignet hat.
Herrn Dr. Miinnich, Heidelberg, der die Analyse maclite, und Ilerrn Prof.
Schwarzbach, Köln, der die Probc an ihn vermittelte, gebiihrt ein besonderer
Dank. Kristján Sœmundsson.
Leiðréttingar.
lilóðþörungar, Náttúrufr. 3. liefti 1962. lils. 136, neðsta lína; konos les kinos
Bls. 137, undir myndinni; vaxtaform les vaxtarform — sama síða, önnur lína
að neðan; Herst les Herbst.
Getið tveggja slimsveppa, Náttúrufr. 4. hefti 1960. Bls. 192, 12. lína að neð-
an; Fnjóskadal les Fljótsdal.