Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 51
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 45 son. Var Einar endurkjörinn, en Ingvar baðst undan endurkjöri, og var í lians stað kjörinn Jakob Magnússon, dr. rer. nat. Að tillögu féiagsstjórnar var gerð sú lagabreyting, að árstillag var hækkað í kr. 80,00 og árlegt gjald þeirra, sem gerðust ævifélagar fyrir 1952, fyrir Náttúrufræðinginn var hækkað í kr. 60,00. Samkomur Reglulegar samkomur, sex að tölu, voru haldnar í Háskólanum síðasta mánudag hvers vetrarmánaðar nema desember. Ræðumenn og ræðuefni var sem hér segir: Janúar. Þorleifur Einarsson: Vitnisburður frjógreiningar um gróður og veðurfar á íslandi frá ísaldarlokum. Febrúar. Sigurður Þórarinsson: Frá Dyngjufjöllum og síðasta Öskjugosi. Marz. Örnólfur Thorlacius: Um frumdýr. April. Guðmundur Pálmason: Um hita í borholum á íslandi. Oktúber. Sturla Friðriksson: Úr gróðursögu íslands og uppgræðsla öræfanna. Nóvember. Stefán Aðalsteinsson: Litaerfðir sauðfjár. Skuggamyndir voru sýndar með öllum erindunum. Á eftir flestum þeirra komu fram fyrirspurnir eða athugasemdir frá fundarmönnum og urðu af því stundum fjörugar umræður. — Fundarsókn var góð, 86 manns að meðaltali. FræSsluferðir Þrjár fræðsluferðir voru farnar á sumrinu, tvær stuttar síðdegisferðir og ein löng þriggja daga ferð. Fyrri slutta íerðin var farin á uppstigningardag 31. maí. Var ekið suður undir Vatnsskarð á Krýsuvíkurvegi, gengið þaðan um Undirhlíðar til Kaldár- sels og ekið aftur til Reykjavíkur. Einkum var hugað að landslagi og jarð- myndunum. Þátttakendur voru 73, fararstjóri og leiðbeinandi Guðmundur Kjartansson. Síðari stutta ferðin var farin sunnudaginn 1. júlí til gróðurskoðunar og grasatínslu suður að Ástjörn við Hafnarfjörð. Þátttakendur um 80. Leiðbein- endur voru Eyþór Einarsson, Ingimar Óskarsson og Ingólfur Davíðsson. Langa ferðin stóð yfir dagana 17.—19. ágúst, lagt upp föstudagsmorgun og komið aftur sunnudagskvöld. Ekið var sem leið liggur austur sveitir um Árnes- sýslu, Rangárvallasýslu og V.-Skaftafellssýslu að Skaftá hjá Skaftárdal og heim aftur Landmannaleið. Náttstaðir voru við Skaftá og í Landmannalaugum, og var gist í tjöldum. Nokkrir útúrkrókar voru farnir frá þessari leið, t. d. ekið að Hjörleifshöfða og gengið á hann og gengið á fjöll upp af Landmanna- laugum. í þessari ferð voru fyrst og fremst skoðuð margs konar jarðfræðifyrirbæri, enda enginn hörgull á þeim á leiðinni, en einnig var liugað að gróðri og dýralífi. Leiðbeinendur voru: jarðfræðingarnir Guðmundur Kjartansson, Jón

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.