Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
2. mynd. Hluti afkortinu „Uppdráttr íslands" frá 1844, gerðu eftir mælingum Björns Gunnlaugssonar.5 Á kortinu eru mörk hrepp-
anna fjögurra afmörkuð með litum. - The map shows the southzuest part oflceland. Detail ofa map takenfrom a map oflceland ("Upp-
dráttr íslands") from the year 1844, surveyed by Björn Gunnlaugsson.5 The four relevant communes are market out by coloured
borderlines. The numbers in the boxes indicate the number ofdead and the death rate for each commune.
Heimildir af bólusótt árin
1670-1672, sem er síðasti faraldur
fyrir Stórubólu, eru brotakenndar
enda hafa dauðsföll helst verið í hópi
barna og unglinga þar sem einungis
voru þá liðin 12-15 ár frá bólusóttar-
faraldri árin 1655-1658, sem fór „um
allt landið" samkvæmt annálum.2 A
milli bólusótta á 17. öld liðu annars
um 18-20 ár.2 Utbreiðsla bólunnar
1670-1672 hefur væntanlega tak-
markast af því að einungis voru þá
12-15 næmir árgangar auk þeirra
sem sluppu í fyrri bólusótt, en ekki
er vitað í hvaða hreppa bóla kom
1670-1672. Breytileiki í dánarhlut-
falli eftir hreppum 1707-1709 verður
hér skoðaður út frá þeirri tilgátu að
bólusótt 1670-1672 hafi ekki borist til
allra hreppa landsins. Tilgátan verð-
ur skoðuð og fjórir fjölmennir hrepp-
ar valdir til samanburðar út frá dán-
arhlutfalli. Hrepparnir eru Alftanes-
og Seltjarnarneshreppur í Gull-
bringusýslu og Stokkseyrar- og Bæj-
arhreppur (Gaulverjabæjarhreppur)
í Flóanum í Arnessýslu (2. mynd).
Þessir hreppar eru á tiltölulega af-
mörkuðu svæði við sjávarsíðuna og
lífshættir svipaðir. Hafi lífskjör
manna skipt máli við skýringu á
dauðsföllum í Stórubólu verður að
ætla að í þessum hreppum hafi þau
ekki verið svo ólík að áhrifa þeirra
gæti í þeim samanburði sem notaður
er. I þessum fjórum hreppum gekk
Stórabóla yfir frá júní fram í nóvem-
ber 1707.2
Nafnaskrá yfir íbúa Álftaneshrepps
sem létust í bólusóttinni er að finna í
Setbergsannál6'' og er hann eini hrepp-
urinn sem slík skrá er varðveitt frá,
svo vitað sé.b Finna má aldur flestra
sem létust í þessum hreppi með því að
nota manntalið frá 1703 og út frá fjöl-
da í hverjum aldurshópi það ár má
meta aldursbundið dánarhlutfall þar í
bólusóttinni 1707.2
Álftaneshreppur og Seltjarnarnes-
hreppur við Faxaflóa áttu sameigin-
leg landamerki (2. mynd).8 Ef íbúar
Seltjarnarneshrepps 1703 eru flokk-
aðir í sömu aldursflokka og í Álfta-
neshreppi má reikna þá dánartölu
sem hefði mátt vænta („expected")
fyrir Seltjarnarneshrepp með því
aldursbundna dánarhlutfalli sem
a Skráð hefur Gísli Þorkelsson, fæddur um 1676 líklega á Setbergi við b Varðveitt eru bréf í Þjóðskjalasafni með nafnalistum yfir látna frá ein-
Hafnarfjörð, dáinn 1725, sjá formála í heimild 6. Tvær sóknir voru í staka prestum í Borgarfirði, sjá ÞÍ. Mýraprófastsdæmi B2/1. Bréfabók
Alftaneshreppi.7 Dánartalið er úr þessum tveimur sóknum. 1693,1701-1720, úttekt og vísitasíur 1721-1776.
5