Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Aldursflokkar
0-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60+ *20 Samtals Látnir 1707 0MO„ SMR (95% öryggisbil)
Látnir 1707 61 34 26 32 4 1 14 172 172
Álftaneshreppur Fjöldi 1703 236 98 78 81 51 25 333 569
Dánarhlutf. 26% 35% 33% 40% 8% 4% 4% 30,2%
Áætla>ar dánarlíkur fyrir hreppa í Flóanum 26% 35% 19%* 5% 5% 5% 2%
Fjöldi 1703 205 125 105 85 49 32 601
Seltjarnarneshreppur 396
E 53,0 43,4 20,1 4,3 2,5 1,6 7,9 132,7 189 1,42 (1,23-1,64)
Fjöldi 1703 243 118 89 74 76 73 673
Stokkseyrarhreppur 430
E 62,8 40,9 17,1 3,7 3,8 3,7 8,6 140,6 140 1,00 (0,84-1,18)
Fjöldi 1703 146 72 65 60 43 41 427
Bæjarhreppur 281
E 37,7 25,0 12,5 3,0 2,2 2,1 5,6 88,0 100 1,14 (0,93-1,38)
*) Meðaltal tölunnar fyrir ofan, þ.e. 33%, og til hægri, þ.e. 5%.
4. tafla. Aldursbundin dánartala fyrir Álftaneshrepp. Áætlað aldursbundið dánarhlutfall fýrir tvo hreppa í Flóanum og dánartölur reiknaðar (E) sam-
kvæmt því fýrir þrjá hreþþa. - The age-speáfic mortality rate is given for the commune of Alftanes. Hypothesis-induced age-speáfic mortality rates
are given for two communes in an area called Flóinn. Accordingly, the expected (E) mortality number for three communes is given.
SMR 95% öryggisbil
Seltjarnarneshreppur 1,20 (1,04-1 ,39)
Stokkseyrarhreppu r 0,93 (0,78-1 ,09)
Bæjarhreppur 1,05 (0,86-1 ,28)
5. tafla. SMR er hlutfall dánarfjölda I annálum og
reiknaðs dánarfjölda, Reiknaður dánarfjöldi miðast
við 'leiðréttingu' á bamafjölda. - SMR. is the ratio
of observed and expected death numbers by
commune. Expected death number is calculated
according to 'adjusted' number of children.
ályktað að af þeim sem voru 20 ára
og eldri hafi 36-41% (92-106 af 257)
næmra dáið úr Stórubólu 1707-1709,
en í aldurshópunum undir 20 ára
aldri hafi dánarhlutfallið verið um
26% (95% öb. 20-32%) í hópi næmra
(2. tafla). Af þeim sem lifðu bólu-
sóttarfaraldur á árunum 1655-1658,
eða um 50 árum fyrr, dóu 6,6% (95%
öb. 2,2-14,7%) í Álftaneshreppi í
Stórubólu, en hlutfall er byggt á töl-
um úr 2. töflu.
Hvað skýrir lægra dánarhlutfall í
Flóanum? E/ gert er ráð fyrir (tilgáta)
að bólusótt hafi gengið í Flóanum um
1672 ætti „ónæmi" að vera meðal 35 ára
og eldri árið 1707.1,6 Við mat á dánar-
hlutfalli 35 ára og eldri þarf að huga
sérstaklega að þeim sem eru yfir
fimmtugt. Ibúar 50 ára og eldri í Fló-
anum hafa lifað bólusótt 1655-58 og
1672 en við Faxaflóa einungis fyrri
sóttina, eins og sjá má af aldurs-
bundnu dánarhlutfalli þar. Ef gert er
ráð fyrir að hver sótt nái ekki til allra
bæja í hverjum hreppi8 ætti hlutfall
næmra, meðal 50 ára og eldri, að
vera lægra í Flóanum en í Faxaflóa-
hreppunum.1’
Því ætti dánarhlutfall 35 ár og eldri
í Flóanum að vera lægri en 6,6%, sem
er dánarhlutfall meðal 50 ára og eldri
í Álftaneshreppi. Miðað verður við
5% dánarhlutfall í öllum árgöngum
35 ára og eldri. Á sama hátt verður að
lækka dánarhlutfall fyrir þá sem eru
í flokki >20 ára eða fullorðnir (sjá at-
hugasemd í kaflanum um dánartölur
úr bólusóttinni). Notaðar eru 2%
dánarlíkur í stað 4%.‘ Fyrir þá sem
eru undir 35 ára aldri eru sömu ald-
ursbundnu dánarlíkur notaðar og í 2.
töflu. Þannig fást áætlaðar dánarlík-
ur fyrir alla aldurshópa og sýnt er
með útreikningum hver sé líklegur
dánarfjöldi, sbr. 4. töflu.
Reiknaðar dánartölur fyrir Stokks-
eyrar- og Bæjarhrepp eru nú nálægt
dánartölum úr Setbergsannál eins og
sjá má af 4. töflu. Marktækur munur
er á reiknaðri dánartölu fyrir
Seltjarnarneshrepp og uppgefinni
tölu í Setbergsannál.6 Ef útreikning-
amir að ofan eru endurteknir með
„leiðréttingu" eins og gerð var vegna
2. töflu, fæst niðurstaða sem birt er í
5. töflu. Af henni sést að ekki er
marktækur munur, eins og í 4. töflu,
á reiknaðri dánartölu og dánartölu í
annálum fyrir hvom hreppanna í
Flóanum. Fyrir Seltjamarneshrepp er
munurinn marktækur (p < 0,05) líkt
og áður og því eru ályktanir óbreytt-
ar frá 4. töflu.
SAMANTEKT
Með dánartölum úr annálum og
aldursdreifingu úr manntalinu frá
1703 hefur verið sýnt með útreikn-
ingum að framan að aldursbundið
dánarhlutfall í Stórubólu í tveimur
nágrannahreppum við Faxaflóa er
sambærilegt. Einnig er sýnt að annað
dánarhlutfall eftir aldri eigi við í
8 Sjá einnig neðanmálsgrein e. ' Ef gefnar viðmiðunartölur eru 1% hærri eða lægri eru áhrifin á niður-
h Ekki er samræmi milli heimilda um hvort ónæmi haldist óbreytt með stöður óveruleg.
tíma eða dofni þegar menn hafa fengið veiruna í sig.319
9