Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 14
N áttúrufræðingurinn
2. mynd. Grindarnef í Hvalsárhöfða milli Steingrímsfjarðar og Kollafjarðar eftir að
sprengt var. Horft er til norðurs og sér í mynni Steingrímsfjarðar. - The cliff face of
Grindarnef on the Hvalsárhöfði peninsula after explosions to make roomfor a road. Look-
ing north, the Steingrímsfjördur fjord mouth can be seen in the background.
Ljósm./photo: Jón Hallur jóhannsson.
árlega fyrir barðinu á dæmalausri
grimmd og ránsfíkn refsins, sem
hér veður svo uppi að hann rífur
eigi aðeins í sig lítilmagna kiðlinga
og lömb, eins og í Noregi og annars
staðar, heldur ræðst hann meira að
segja á hrúta og gamla sauði og
tætir sundur, og eru hjarðmenn því
seint of vel á verði að gæta hjarða
sinna fyrir þessum árásum. Kenna
eyjaskeggjar ógæfu þessa kerlingu
einni norskri sem vegna vígs einka-
sonar síns á íslandi lét flytja á laun
til eyjarinnar tvö dýr sitt af hvoru
kyni til að hefna með þessu reginill-
virki fyrrnefnds óréttar, en henni
þótti óvænt um að ná rétti sínum
með löglegum hætti. Fjölgaði þeim
smátt og smátt svo mjög, að nú er
öll eyjan full af vargi. Og ef sönn er
saga þessi, hafa víst aldrei verið
goldin hærri manngjöld, þar sem
þetta skaðsemdar-kvikindi hefur
vaðið hér uppi öldum saman."2
Til er þjóðsaga af sama meiði: „Að
tófan kom til Islands atvikaðist
þannig: Einhver þóttist eiga hefndir
að gjalda bóndanum á Oddsstöðum
á Melrakkasléttu. Kom sá með tófur
tvær, ref og bleyðu, og hleypti þeim
á land á Oddsstöðum til að spilla
æðarvarpinu. En bóndinn þar var
svo fljótur að hlaupa, að hann hljóp
uppi bleyðuna hvolpafulla, en
sleppti henni, þar sem hann hélt, að
sér væri altént hægt í hendi að ná
henni, og fór að elta refinn, náði
honum og drap hann og ætlaði svo
að snúast að bleyðunni og drepa
hana. En þá var hún undan komin,
svo hann fann hana hvergi. Þannig
breiddust tófurnar út."3
A móti þessu mælir að í Grágás,
elstu lögbók okkar sem færð var í
letur á öndverðri 12. öld, eru mel-
rakkar ekki nefndir þegar taldar eru
upp þær tegundir sem óheimilt sé
að flytja til Islands: „Það varðar og
fjörbaugsgarð ef menn ferja við-
björn út hingað þeim manni er
björn á og stýrimönnum en háset-
um 3 marka útlegð og skal kveðja til
9 búa á þingi til fjörbaugs saka en 5
til útlegða. Ef björn verður laus út
hér og gjörir hann skaða mönnum
eða fé manna, og ábyrgist sá björn
að öllu er út hafði svo sem annan
alibjörn. Slíkt er og mælt um úlf og
ref ef þeir eru farðir [= ferjaðirj út
hingað."4 Viðbjörn táknar hér
greinilega skógarbjörn (Ursus arc-
tos) og refur hlýtur að vera rauðref-
ur (Vulpes vulpes) því að tófan gekk
ávallt undir heitinu melrakki á
þessum tíma. Tófan var greinilega
þegar á landinu þegar Grágás var
rituð því að þar er tekið fram að
melrakkar séu ófriðhelgir og rétt-
dræpir hvar sem er.
Guðmundur G. Bárðarson fann
kjálka, tennur og bein af að minnsta
kosti fimm fullorðnum tófum og
einum yrðlingi í skeljalagi við
Kollafjarðarnes á Ströndum sem
talið er vera 2600-2800 ára gamalt.5,6
Þar voru einnig leifar af beinum
þriggja fisktegunda og 13 fuglateg-
unda, þar á meðal geirfugls (Pingu-
inus impennis), og voru mörg þess-
ara beina nöguð af refum. Ekki er
hægt að útiloka að þarna hafi refir
grafið sig niður á þetta gamla jarð-
lag á síðari öldum og gert sér greni.
Þar sem beinin hafa ekki verið ald-
ursgreind eru engar sönnur fyrir
hendi um að beinaleifarnar séu frá
því fyrir landnámsöld. Því miður
virðast þessi bein nú vera glötuð
nema þau reynist vera geymd á
Dýrafræðisafninu í Kaupmanna-
höfn en Herluf Winge, sem þá var
varaforstjóri („viceinspector")
safnsins, hafði greint beinin til teg-
unda.
Nýleg rannsókn á erfðabreyti-
leika og arfgerðum í hvatberakjarn-
sýrum (mtDNA) í tófum sem safnað
var allt í kringum norðurheim-
skautið sýndi að íslenska tófan skar
sig úr að því leyti að 18 (78%) af 23
íslenskum dýrum í rannsókninni
voru með arfgerðir sem hvergi
fundust annars staðar. Til saman-
burðar voru aðeins 10 (25%) af 40
grænlenskum refum með arfgerðir
sem ekki fundust annars staðar, 12
(25%) af 48 dýrum frá Kanada voru
með arfgerðir sem ekki fundust
annars staðar og hið sama átti við
um 5 (20%) af 25 dýrum frá Síberíu.
í Alaska (13 dýr), Skandinavíu (22
dýr) og Svalbarða (20 dýr) fundust
engar arfgerðir sem ekki voru líka
14