Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 15
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Beinaleifar FINNAST
í Hvalsárhöfða
m miðað við vegarhæð sem er um
4-5 m ofan sjávarmáls. Við þetta
myndaðist nýtt bergstál í Rauða-
bergi sunnanverðu, 10-12 m hátt og
um 50 m langt (5. mynd).8
Þann 28. júní 2005 greindi Guð-
brandur Sverrisson, bóndi á Bassa-
stöðum, Jóni Halli Jóhannssyni og
Björk Guðjónsdóttur frá því að
Matthías Lýðsson, bóndi í Húsa-
vík, hefði nokkrum dögum áður
vakið athygli sína á beinum sem
Pétur sonur hans hefði tekið eftir
neðst í bergstálinu í Rauðabergi
þar sem sprengt hafði verið vetur-
inn 2004. Guðbrandur hafði sjálfur
farið á staðinn og séð þar m.a. tvær
hauskúpur úr refum en ekki hreyft
við þeim. Hann bauðst til að vísa
Jóni Halli og Björk á staðinn og
fóru þau þrjú þangað síðar sama
dag.
Jarðlagastaflinn á þessum slóðum
er 8-10 milljón ára gamall, gerður
úr basalt-hraunlögum sem hallar
um 8-10° til suðurs. Rauð setlög,
forn jarðvegur, einkenna lagmót
hraunlaganna eins og sést einkar
vel í fersku, nýsprengdu bergstál-
inu við Grindarnef (2. mynd).
Hvalsárhöfði heitir fjallið sem geng-
ur fram milli Steingrímsfjarðar og
Kollafjarðar í Strandasýslu. Þar sem
höfðinn gengur lengst fram heitir
Grindarnef (2. mynd) en um 350 m
sunnar (Kollafjarðarmegin) gengur
klettur eða berg fram úr fjallinu og
heitir Rauðaberg (3. mynd). í lok
janúar 2004 var unnið að vegabót-
um á þessu svæði og í því skyni
voru sprengdir alls um 8900 m3 af
bergi (4. mynd). Mest var sprengt af
3. mynd. Rauðaberg í Hvalsárhöfða eftir að sprengt var framan afþvífyrir vegarstæðinu.
Horft er til suðurs í átt að Kollafirði. Hvalsárdrangur, leifar afberggangi, í baksýn. - The
cliff Raudaberg in the Hvalsárhöfdi peninsula after room had been madefor the new road.
Looking south tozvards the fjord of Kollafjördur, the Hvalsárdrangur crag in the back-
ground. Ljósm./photo: jón Hallur Jóhannsson.
4. mynd. Sprengt fyrir þjóðvegi við Hvalsárhöfða íjanúar 2004. - An explosion to make
roomfor a new road at Hvalsárhöfdi in January 2004. Ljósm./photo: Kristinn Gunnar K.
Lyngmo.
fyrir hendi annars staðar. Niður-
stöður þessarar rannsóknar, sem
einnig náði til skyldleika milli ein-
stakra arfgerða, bentu í stuttu máli
til þess að mjög langt væri um liðið
síðan tófan nam land á íslandi og að
lítill innflutningur dýra hafi átt sér
stað síðan það gerðist miðað við
önnur svæði.7 Verður að telja þessar
niðurstöður sterka vísbendingu um
að tófan hafi numið land hér löngu
fyrir landnám manna.
Grindarnefi en einnig var verulegt
magn sprengt framan af Rauða-
bergi, sem styttist við það um 10-15
15