Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 18

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 18
Náttúrufræðingurinn sem kljúfa kjarna frumefna. Nifteind sem lendir á kjarna niturs (N) umbreytir því í 14C þegar nitur- frumeindin tapar róteind en tekur upp nifteindina. Geislakolssamsæt- urnar dreifast tiltölulega jafnt um andrúmsloftið fyrir atbeina veðurs og vinda. Plöntur taka upp geislakol í samræmi við hlutfall þess af kolefni í andrúmsloftinu og úr plöntum dreifast frumeindirnar í sömu hlutföllum í plöntuætur og svo upp eftir fæðukeðjunni. Við dauða er því hlutfall 14C í vefjum líf- vera nokkurn veginn hið sama og í umhverfi þeirra en eftir dauða lækk- ar þetta hlutfall jafnt og þétt eftir því sem 14C umbreytist eða klofnar á ný í nitur. Helmingunartími samsæt- unnar er 5730 ár. Með því að mæla hlutfall geislakols af heildarkolefni lífverunnar má reikna út tímann sem liðinn er síðan hún dó. Vegna þess að hlutfall geislakols í and- rúmsloftinu hefur verið breytilegt á undanförnum árþúsundum þarf að leiðrétta niðurstöðurnar, stilla „kolefnisklukkuna", með tilliti til þess. Geislakolsmælingar miðast auk þess við að kolefnið í lífverunni sé upprunnið úr andrúmslofti en sé það af hreinum hafrænum uppruna er aldur ofmetinn um nokkur hundruð ár á okkar hafsvæði sam- kvæmt mælingunni, vegna þess að kolefni í hafinu varð upprunalega fyrir geimgeislun í andrúmsloftinu, áður en það barst í sjóinn þar sem geimgeislun er óveruleg. Þess vegna er sýndaraldur sjávar meiri en raun- verulegur aldur og fyrir þessu þarf að leiðrétta. Gjarnan hefur verið miðað við að aldur lífvera í hafinu við ísland sé ofmetinn um nálega 400 ár með geislakolsmælingu en það virðist þó geta verið breytilegt eftir tímabilum, líklega vegna breytileika í styrk Austur-Græn- landsstraumsins.10,1112 Niðurstöður ALDURSGREININGANNA Niðurstöðurnar sýndu að hauskúp- urnar sex voru úr dýrum sem lifðu fyrir um það bil 3300-3600 geisla- kolsárum (1. tafla). Eftir stillingu kolefnisklukkunnar bætast 250-400 ár við aldurinn. Á hinn bóginn er þá enn eftir að leiðrétta fyrir kolefni af hafrænum uppruna. Mæling á hlut- föllum stöðugra kolefnissamsætna (ð13C%oPDB) bendir til að hlutur hafræns uppruna sé töluverður í þessum dýrum og kemur það ekki á óvart miðað við það sem vitað er um mikilvægi sjófugla í fæðu refa nærri sjó nú á dögum.13 Því þarf að leiðrétta aftur í hina áttina um 100-300 ár. Niðurstaðan verður því sú að aldur í geislakolsárum er sennilega nálægt réttum aldri. Þetta er hins vegar nálega 2300 árum áður en norrænir menn námu land- I. tafla. Aldur hauskúpanna úr Hvalsárhöfða samkvæmt geislakolsmælingu. Öryggismörk aldurs miðast við reiknaðan aldur eftir stillingu „kolefnisklukkunnar". Þá er eftir að leiðrétta fýrir hlutfalli kolefnis af haf- rænum uppruna svo að réttur aldur er sennilega í námunda við l4C-aldur. - Age of the skulls from Hvalsár- höfdi according to radio carbon dating. The confidence limits of age are shown after calibration to give calendar dates. Corrections to account for marine reservoir effects have not been performed but these will probably push the dates back towards the uncalibrated radio<arbon dates. Númer sýnis Rannsóknarstofu- númer 813C%oPDB* 14C-aldur(f. 1950)1 árum ± staðalfrávik Öryggismörk aldurs (% l(kur)" Sample number Accession number UC Age in years ± s.d. Confidence limits ofage (% prob.) Nl6804 Ua-34663 -13,3 3615±35 2040-1890 f.Kr. (93,4%) Nl6787 Ua-33914 -12,7 3485±30 1890-1730 f.Kr. (93,8%) Nf 6789 Ua-33916 -19,5 3390±40 1780-1600 f.Kr. (89,2%) Nl6788 Ua-33915 -16,6 3350±30 1700-1530 f.Kr. (89,5%) Nl 6791 Ua-34661 -19,7 3330±35 1690-1510 f.Kr. (94,3%) Nl 6803 Ua-34662 -17,5 3270±30 1630-1490 f.Kr. (91,3%) * Mælikvarði á hlutfall kolefnis af hafrænum uppruna. Þannig er hafrænn uppruni mestur í Nl 6787 en minnstur í NÍ 6791 en aldur er hlutfallslega ofmetinn ef hafrænn uppruni er mikill og getur skakkað nokkrum árhundruðum. ** Eftir stillingu „kolefnisklukkunnar". ið og þar með er í fyrsta sinn fengin staðfesting á því að þjóðsagan um uppruna tófunnar á Islandi eigi ekki við rök að styðjast. Jafnframt eru hauskúpurnar tæplega þúsund árum eldri en beinaleifar þær sem Guðmundur G. Bárðarson fann fyr- ir einni öld, hafi þær verið jafngaml- ar skeljalaginu sem þær fundust í. HVAÐAN BARST TÓFAN TIL ÍSLANDS? Með hliðsjón af ofangreindu er eðli- legt að velta fyrir sér hvaðan tófan hafi borist til íslands í upphafi. í ljósi þess hve stutt er milli íslands og Grænlands, þar sem sömu teg- und er að finna, virðist í fljótu bragði liggja beint við að telja hana þaðan komna.1 Það þarf þó ekki að vera svo. Þegar síðasta jökulskeið náði hámarki, fyrir u.þ.b. 20 þús- und árum, var útbreiðsla melrakk- ans samfelld allt frá Alaska um Síberíu og Mið-Evrópu til sunnan- verðra Bretlandseyja, sem þá voru áfastar við meginland Vestur- Evrópu vegna lágrar sjávarstöðu sem stafaði af því hve mikið vatn var bundið í jöklum.14 Landspendýr gátu lifað norðan núverandi megin- lands í austanverðri Síberíu og í Vestur-Evrópu gengu dýr þurrum fótum milli Irlands, Englands og meginlands álfunnar. Á þeim tíma hafa engir refir getað lifað á stórum hlutum núverandi útbreiðslusvæð- is tegundarinnar, þ.e. Kanada, Grænlandi, íslandi, Skandinavíu, Finnlandi eða vestast í Norður- Rússlandi, vegna mikilla jökla á þessum svæðum (9. mynd). Syðst hafa beinaleifar tófu fundist á Norð- ur-Italíu og á Krímskaga en vestast á írlandi.7,15,16 Hafís þakti hafsvæðið milli Græn- lands og Bretlandseyja stóran hluta ársins. Þar voru hvítabirnir (Ursus maritimus) örugglega á ferli en elstu þekktu steingervingar tegundarinn- ar eru frá Englandi.17 Greið leið hefur verið fyrir hvítabirni um haf- ísinn þar sem þeir veiddu sér seli til matar og líklegt er að oft hafi tófur 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.