Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags f///J Útbreiðsla tófu | Jöklar 9. mynd. Lega jökla á norðurhveli jarðar fyrir um það bil 20 þúsund árum.ul7W Rauðar strikalínur sýna áætlaða útbreiðslu tófunnar frá Alaska í austri til írlands í vestri.’5'2930 Sjávarstaða var mun lægri á þesswn tíma vegna þess hve mikið vatn var bundið í jöklum og því er útbreiðsla tófunnar sýnd ná langt norður fyrir núverandi landmassa Rússlands. - The location of ice caps in the northern hemisphere around 20 thousand years ago. The approximate distribution range of the Arcticfox during the last glacial maximum is shown by the red lines between Alaska in the east and Ireland in the west. Sea level was much lower at the time because ofthe vast amounts ofwater trapped in ice caps and consequently the range ofthe Arcticfox is shown to have reachedfar north ofpresent day Russia. fylgt þeim eftir og étið af leifum sem þeir skildu eftir, en slíkt atferli tófunnar er vel þekkt.1819 Ekki er ólíklegt að stundum hafi birnir og tófur, sem þeim fylgdu, lagt leið sína til íslands þótt þar hafi verið fátt ætilegt að hafa þar eð jökullinn yfir íslandi náði 50-120 km út fyrir núverandi strandlengju landsins þegar mest var.20 Hins vegar er ekki líklegt að tófur hafi komið til ís- lands úr vestri á þessum tíma því þær hefðu þurft að koma alla leið frá Alaska um jökul og samfelldan hafís þar sem sennilega hefur ekki verið mikið um seli og þar af leið- andi ekki heldur hvítabirni. I lok síðasta jökulskeiðs hopaði jökulröndin í Evrópu norður á bóg- inn. Bretlandseyjar urðu íslausar, minna varð um hafís austan og sunnan Islands og annes landsins urðu byggileg sjófuglum. Þetta gæti hafa gerst fyrir 12-13 þúsund árum samkvæmt niðurstöðum rannsókna á hopi meginjökulsins á íslandi.21-22 Þeir melrakkar sem komu til lands- ins á hafís gátu þá lifað á landsins gæðum með ströndum fram. Eftir því sem jökulmassinn á íslandi minnkaði og landið klæddist gróðri hefur fuglategundum fjölgað og stofnar þeirra stækkað, refum til hagsbóta. Jökullinn sem huldi Nares-sund milli Ellesmere-eyju og Nyboe- lands á Norður-Grænlandi byrjaði ekki að hopa fyrr en fyrir 11 þúsund árum og a.m.k. sum líkön benda til að fyrir 10 þúsund árum hafi legið rúmlega 500 metra þykk íshella yfir mestöllu Norður-Grænlandi þar sem enginn jökull er nú.2324 Því hafa landspendýr ekki komist auðveld- lega þangað fyrr en síðar. Elstu þekktu beinaleifar hreindýrs (Rangifer tarandus) á Grænlandi eru 8000 ára gamlar, frá Bronlundfirði á Peary-landi á Norður-Grænlandi.25 Austasti hluti Norður-Grænlands varð íslaus um það leyti. Elstu ald- ursgreind saursýni þaðan úr kraga- læmingja, líklega Dicrostonyx groen- landicus sem er eina læmingjateg- undin á Grænlandi og aðalfæða tóf- unnar á þessum slóðum nú, eru 6400 ára gamlar en elstu aldurs- greindu beinaleifar sauðnauts (Ovi- bos moschatus) frá þessum slóðum eru aðeins um 4000 ára gamlar.26 Hafi tófur verið á þessum slóðum áður en læmingjar komu þangað hefur stofninn verið lítill og lifað fyrst og fremst á hreindýrahræjum og því sem finna mátti ætilegt í fjöru. I ljósi alls þessa verður að teljast líklegra að íslenska tófan hafi upp- haflega borist hingað frá Evrópu en frá Grænlandi, þótt örugglega hafi einstaka dýr slæðst hingað með haf- ís frá Grænlandi síðan. LOKAORÐ Vegna þess hve aldur hauskúpanna reyndist vera svipaður mætti við fyrstu sýn ætla að dýrin sem fund- ust hafi öll drepist samtímis, til dæmis vegna þess að grjót hafi hrunið fyrir hellisopið þar sem þau báru beinin. Þetta er þó afar ólíklegt í ljósi þess að sex af sjö hauskúpum voru af fullvöxnum dýrum. Tófur eru ekki mjög félagslyndar og jafn- vel refapar hvílist sjaldan saman í greni eða hellisskúta. Leifar af fuglum og fiskum innan um refabeinin benda til þess að tófur hafi dregið fæðu með sér inn í hellinn til að geta étið þar í næði, enda hefur hann verið nálægt sjáv- armáli og legið vel við. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.