Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2008, Blaðsíða 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2. mynd. Fullorðin teista sem bitin var af mink í hreiðurholu við Kirkjuból. Sjá dæmi- gerðan áverka á hnakka. - An adult Black Guillemot bitten by mink in nesting-burrow at Kirkjuból. Notice the characteristic lesion in the nape of the neck. Ljósm./photo: Jón Hallur Jóhannsson. Minkastofninn virðist vera allstöð- ugur á svæðinu og núverandi veiði- álag og umfang veiða ekki líklegt til að hafa umtalsverð áhrif á stofninn önnur en stað- og tímabundin. Aðferðir Safnað var gögnum um fjölda varp- hola í notkun hverju sinni, varptil- raunir, stærð urptar (þ.e. fjölda eggja í hreiðri), fjölda klakinna unga og fjölda unga sem komst á sjó. Auk þessa var safnað gögnum um afrán minks. Varpholur í notk- un voru merktar með því að líma númeraða málmplötu á stein við holuop eða hæl sem rekinn var í grassvörð þar sem svo háttaði til. Staðsetningu holu, þ.e. fjarlægð og stefnu frá næstu holu eða öðru kennileiti, og gerð hertnar var lýst í hreiðurbók með auðkennisnúmeri. Við hverja könnun var farið yfir vörpin eftir númerum jafnframt því sem nýrra hola var leitað. Þekktum varpholum fjölgaði á vöktunartíma- bilinu um 33% að meðaltali fyrir öll vörpin þar sem áður óþekktar holur voru teknar í notkun eða urðu til en einnig ónýttust holur tímabundið eða með öllu. Þeir mælikvarðar sem hér eru notaðir til þess að mæla varpaf- komu teistu eru þessir: a) fjöldi eggja í holu sem orpið var í (stærð urptar), b) fjöldi unga sem klaktist í holu sem orpið var í (klakárangur) og c) fjöldi unga sem komst á sjó miðað við fjölda orpinna eggja (varpárangur). Þessir mælikvarðar eru háðar breytur (e. dependent variables) og skýribreyturnar (e. independent variables) eru ár (tími), varp (staður) og hvort minkur heim- sótti varpið eða ekki. Skýribreyturnar vörp, ár og heim- sóknir minka eru ekki óháðar hver annarri. Þannig eru heimsóknir minka tíðari sum ár en önnur og ákveðin vörp verða helst fyrir barð- inu á minknum. Með fjölþátta að- hvarfsgreiningu er hægt að skoða áhrif þáttanna saman og meta vægi þeirra. Skýribreytunum er þá fyrst haldið öllum inni en þær síðan teknar út sem bæta engu við skýri- getu líkansins. Vöktunin fór þannig fram: (i) Um miðjan maí, fyrir varptíma, voru teistur taldar við varpstað þar sem þær safnast saman kvölds og morgna.9 Þetta var gert til að kanna gildi fuglatalninga til að meta stærð varpstofns og eins til að staðfesta hvort varpfuglar væru fyrir hendi ef ekkert yrði úr varpi, eins og kom fyrir. (ii) Um miðjan júní var leitað hreiðra, skráð hvort þekktar (númeraðar) holur væru í notkun, egg talin og nýjar holur í notkun merktar og skráðar. Þar sem eitt egg var í hreiðri var komið aftur nokkrum dögum síðar til að ganga úr skugga um endanlegan eggja- fjölda en teistur verpa oftast tveim eggjum með um þriggja daga milli- bili.9 (iii) Undir lok júlí voru ungar taldir og allir sem náðust og voru eldri en u.þ.b. 10 daga merktir, vegnir og mældir, sem og fullorðnir fuglar sem náðust á hreiðrum, alls 1688 fuglar.1 Um leið og ungar voru merktir var leitað á þeim að lunda- lús (Ixodes uriae). (iv) Fyrri hluta ágúst var kannað hvort ungar hefðu náð að yfirgefa holur. Ef afráns varð vart var kannað hvers eðlis og hversu yfirgripsmikið það var. Skráð voru öll merki sem fundust um minka í teistuvörpunum, svo sem greni/bæli, minkaskítur, dauð- ir minkbitnir (hnakkabitnir) teistu- ungar í varpholum eða öðrum hol- um og stöku sinnum fullorðnir fuglar (2. mynd); ennfremur ef egg höfðu verið flutt, t.d. teistuegg í aðra holu en hreiðurholu eða æðar- egg í teistuholu. Þá var hugað að minkaslóðum í fjörum og við læki og stundum sáust dýrin sjálf (3. mynd). Upplýsinga var aflað hjá minkaveiðimönnum og öðrum kunnugum um hvort minkur hefði sést eða verið veiddur á viðkom- andi svæði eða í nágrenni þess. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.