Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 44
N áttúrufræðingurinn (6. mynd) fyrir líffræðinga32 héldu þær einnig áfram að veita upplýs- ingar um byggingu vöðva og tauga,33 beina og tanna, þráða og hára, hlaupkenndra efna, sterkju- korna, frumu- og æðaveggja, skelja úr kítíni, kísil eða karbónötum, sem mörg dýr mynda, o.s.frv. Um leið áttuðu menn sig á því betur en áður að tvöfalt ljósbrot í lífrænum vefjum og þráðum kemur ekki alltaf til vegna þess að þau séu kristölluð heldur m.a. vegna þess að þau eru samsett úr stórum sameindum eða stærri ögnum sem eru aflangar og liggja að mestu samsíða.34 Gera mátti þennan eiginleika sýnilegri en ella með vissum litarefnum32 (e. dichroic stains). O. Lehmann (2. mynd) og fleiri rannsökuðu frá um 1888 ítarlega efni úr stórum lífrænum sameindum með áberandi mikið tvöfalt ljósbrot og optíska virkni sem fengu nafnið „fljótandi kristallar".35 Þau reyndust vera nokkurskonar millistig milli vökva og fastra efna. Meðal þeirra voru ýmis sápu- og fitukennd efni, svo sem kólesteról og lesitín. Fjöl- mörg önnur hafa verið búin til síðan og skautunarsmásjár alla tíð reynst ómissandi verkfæri í þeirri þróun (6. mynd). Skjáir sjónvarpa og fleiri raf- eindatækja eru á síðustu áratugum að miklu leyti gerðir úr fljótandi kristöllum, blönduðum litarefnun- um sem nefnd voru hér rétt á undan. Auk alls hins ofannefnda geta tví- brjótandi efni komið fyrir víða í líkömum manna og dýra í tiltekn- um sjúkdómum, til dæmis í æxl- um,36 meltingarfærum (nýrna- og gallsteinar37), í lungum vegna ryk- mengunar, í húð, augum o.s.frv. Smásjár með skautunarbúnaði gerðu þar víða gagn við rannsókn og meðhöndlun. LJÓS- OG LITMÆLAR Það sýnilega Ijós sem hvert frum- efni gefur frá sér í loga eða í raf- neista hefur sveiflutíðnir sem eru algerlega einkennandi fyrir það efni. Menn áttuðu sig á því upp úr miðri 19. öld að þessa eiginleika mætti nota til að bera kennsl á þau efni sem óþekkt sýni innihéldi. Einnig reyndist dofnun ljósgeisla á ferð gegnum vatnslausnir, t.d. af málmsöltum, standa í einföldu sambandi við magn uppleystu efn- anna. Sú regla sem oft er kennd við A. Beer fékkst í rannsókn38 þar sem Nicol-prismum úr silfurbergi var snúið til að deyfa samanburðar- geisla eins og fyrr var nefnt. Upp úr þessari þekkingu óx svo smám saman ljóstækni til að greina magn efnis, ýmist út frá styrk ljóss sem það gaf frá sér í loga eða út frá því hve mikið ljós það gleypti í lausn. Oftast voru notuð til þess tæki er nefndust litrófs-ljósmælar (e. spectrophotometers) og höfðu þrí- hyrnd glerprismu eða annan búnað til að tvístra litrófi ljóssins svo að velja mætti þröng tíðnibil til mæl- inganna. I einni af nokkrum algeng- ustu útfærslum þessara mæla voru jafnframt Nicol-prismu (7. mynd). 7. mynd. Litrófs-ljósmælir4041 frá 1908 með Nicol-prismum ogfleygutn úr reyklituðu gleri, endurbót á eldra tæki.39 Ljósið kemur frá lampanum L hægra megin gegnum vökvasýni í c. N (um miðbik myndarinnar) er skautunarprisma og tvístrunarprisma úr gleri er inni í sívala hylkinu hægra megin við greiniprismað B.-A spectrophotometerfor e.g. chemical analysis ofsolutions, employing Nicol prisms to adjust the intensity of a reference light beatn. 44

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.