Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 52
Náttúrufræðingurinn
Miðlífsöld
TRÍAS JÚRA KRÍT
03 03 03
b *o e seint e E a> S e seint e e £ i C0
w w
v- If)
m
CM (N
Milljónir ára sem liðnar eru
4. mynd. Tímakvaröi miðlífsaldar í milljónum ára.
Hin deild Saurischia kallast Thero-
poda. Þar sem þessar skepnur munu
allar hafa veitt dýr sér til matar eða lif-
að á hræjum, legg ég til að þær verði á
íslensku greindar frá graseðlunum
sem kjöteðlur. Eins og á myndunum
má sjá voru þetta tvífætt dýr, með
öfluga afturlimi en mörg, einkum hin
stærstu, með rýra framlimi.
Fuglsmjaðmar
Fuglsmjaðmarnir (Ornithischia),
vinstra megin á töflunni, lifðu allir á
plöntufæðu. Þeir voru margir með
beinkennda bryngadda á baki eða
bol, ellegar horn og kraga úr beini á
höfði.
Frumstæðir dínósárar, sem gengu
á tveimur fótum og líktust í útliti
smávöxnum kjöteðlum en virðast
hafa lifað á gróðri, eru nú taldir
standa nærri uppruna fugls-
mjaðmanna. Þessi dýr voru uppi
frekar snemma á miðlífsöld, í lok
trías og byrjun júra. Langbest
könnuð þessara dýra, og raunar hið
eina þeirra sem heilleg beinagrind
5. mynd. Lesótóeðlan, Lesothosaurus, var
með elstu risaeðlum en raunar enginn risi,
tæpur rnetri á lengd. Hún lifði seint á
tríastímabili, fyrir rúmum 200 milljón
árum. Frímerkifrá Lesótó 1992.5
hefur varðveist af, er lesótóeðlan,
Lesothosaurus diagnosticus, frá Suð-
ur-Afríku, um 80 sm (5. mynd).
FUGLAR OG RISAEÐLUR
Thomas Henry Huxley, stuðnings-
maður og vinur Darwins, og fleiri
líffræðingar á síðari hluta 19. aldar
þóttust sjá verulegan þróunarskyld-
leika með risaeðlum og fuglum.
Þessi tilgáta naut lítils fylgis og lá að
mestu í gleymsku fram eftir 20. öld-
inni. En á síðasta þriðjungi aldar-
innar var hugmyndin endurvakin
og nýtur nú nær óskoraðrar hylli
fræðimanna, enda í samræmi við
nýja steingervingafundi og túlkun á
þeim. Er nú svo komið, eins og sýnt
er á 3. mynd, að í upprunaflokkun
er Dinosauria skipt í tvær megin-
greinar. Annars vegar eru Aves,
fuglar, og hins vegar hinir útdauðu
„dínósárar sem ekki eru fuglar",
eða á enskri tungu non-avian
dinosaurs.5 Hér skulu nefnd nokkur
atriði er renna stoðum undir þessa
flokkun.
Öndun
Bein flestra nútímafugla eru frauð-
kennd og fyllt loftholum. Stærstu
holin tengjast kerfi af loftsekkjum
sem eru hluti af öndunarfærum
fuglanna og liggja út úr lungunum
bæði aftan þeirra og framan. Þegar
spendýr eða skriðdýr andar að sér,
fer loftið um barka og sífellt fleiri og
smærri berkjugreinar og endar í
lokuðum lungnablöðrum sem um-
luktar eru háræðaneti þar sem loft-
skipti öndunar fara fram: Blóðið
tekur til sín súrefni úr loftinu en
skilar í staðinn koltvíoxíði. Þar sem
loftrásirnar enda í þessum blöðrum,
blandast innöndunarloftið stöðn-
uðu lofti sem í þeim er fyrir. Þetta
dregur úr nýtni öndunarfæranna. í
lungum fugls nýtist loftið betur. Þar
verða loftskiptin ekki í lokuðum
blöðrum, heldur við streymi gegn-
um aflangar leiðslur, sem eins og
lungnablöðrurnar eru umluktar
háræðaneti.
Lengi vel áttuðu menn sig ekki á
öndunartækni fuglanna en nú er
ljóst að það tekur tvo andardrætti -
tvær inn- og útandanir - að koma
öndunarloftinu gegnum lungun. í
fyrri innönduninni fer loftið eftir
tveimur meginberkjum framhjá
lungunum og safnast í aftari loft-
sekkina. Þaðan berst loftið svo við
útöndun fram í gegnum lungun, þar
sem þétt háræðanet umlykur
loftrásir og blóðið mettast súrefni.
Við síðari innöndun sýgst loftið
fram úr lungunum og safnast í
fremri loftsekkina. Þaðan fer það
svo við útöndun inn í meginberkjur
og um þær út úr goggnum.
Það sem er síðari innöndun í þess-
ari umferð öndunarloftsins er jafn-
framt fyrri innöndun í næstu um-
ferð: Samtímis því sem loft dregst
fram úr lungunum í fremri loft-
sekkina dregst nýtt loft að utan inn
í þá aftari. Og um leið og loftið úr
fyrri umferðinni fer úr fremri
loftsekkjunum út úr líkama fuglsins
(síðari útöndun hér að framan) fer
þetta nýja loft inn í lungun (6.
mynd).7 Kannski er best að skýra
þetta þannig að í innöndun þenjast
bæði fremri og aftari loftsekkirnir út
en lungun skreppa saman. I útönd-
un dragast loftsekkirnir saman en
lungun þenjast út.
I beinagrind risaeðla eru sams
konar lofthol og í fuglsbeinum, og
þótt öndunarkerfi þeirra hafi ekki
varðveist, benda nýlegar rannsóknir
á lögun og innbyrðis stöðu beinanna
til þess að þau hafi tengst loftholum
í búk dýranna og öndunarkerfið því
verið sömu megingerðar og í fugl-
um, í það minnsta í kjöteðlum.8
A
52