Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 54
Náttúrufræðingurinn
um, á botni fjaðursekkjarins o.s.frv. Þegar
fjöðrin er fullmynduð, er hún eiginlega
dauður hlutur, tíðast mjög margbrotin að
gerð, full af lofti og létt í sér.10
Fjaðrir fugls eru af tveimur
megingerðum. Þakfjaðrir (8. mynd
og 9. mynd fyrir miðju og til hægri)
eru með velþroskaðan hrygg (fjað-
urstaf) að endilöngu og út frá
honum fanir til beggja hliða. Ut úr
geislum fanarinnar ganga smágeislar
og á sumum þeirra eru krókar sem
krækjast í smágeisla á næsta geisla
svo fönin myndar samfelldan flöt
(sjá 8. mynd til hægri). Við jaðra
fanarinnar krækjast geislarnir samt
ekki saman, og neðst eða innst er
fjöðrin dúnkennd. Þakfjaðrirnar
lykja um líkama fuglsins, skýla hon-
um og gera hann sléttan og renni-
legan. Bjarni Sæmundsson kallar
þær „utanhafnarföt fuglsins".
Flugfjaðrirnar (9. mynd til hægri)
eru þakfjaðrir sem ganga aftur úr
armbeinum fuglsins. Þær eru stórar
á fleygum fuglum og um það frá-
brugðnar venjulegum þakfjöðrum
að þær eru ósamhverfar: Innri fönin
er breiðari en hin ytri og breiða fön-
in gengur undir hina mjórri á næstu
fjöður fyrir innan. Þegar fuglinn
slær vængjunum niður og aftur
falla flugfjaðrirnar saman og lyfta
fuglinum upp og knýja hann áfram.
í uppsveiflunni opnast glufur á
milli flugfjaðranna sem loft streym-
ir um (10. mynd).
Önnur megingerð fjaðra eru dún-
fjaðrirnar (9. mynd til vinstri og 11.
mynd), ýmist hrygglausar eða með
mjög rýran hrygg, og út úr geislun-
um ganga margir og fyrirferðar-
miklir smágeislar, allir ókræktir.
Þessar fjaðrir eru bæði undir þak-
fjöðrunum og á milli þeirra og
mynda dúninn, sem gegnir einkum
hlutverki varmaeinangrunar. Hann
er, með orðum Bjarna Sæmunds-
sonar, „nærfatnaður fuglsins".
I síðari hluta þessarar greinar
verður komið frekar að hugmynd-
um um þróun flugs hjá fornum
dínósárum.
AFTUR í ALDIR
Ljóst er að hugmyndir um að gáfuð
og kvik smáspendýr hafi rutt
heimskum og sljóum risaeðlum úr
vegi í lok miðlífsaldar standast ekki.
Spendýr voru komin fram á forn-
lífsöld og virðast allt „valdaskeið"
risaeðlnanna hafa lifað í skugga
þeirra, enda flest smávaxin náttdýr,
skordýraætur á stærð við mýs eða
rottur.
Samt hafa samtímis risaeðlunum
þrifist allstór spendýr. Kínverskir
fomdýrafræðingar uppgötvuðu ný-
lega í landi sínu (í Yixianlögunum,
sem brátt verður greint frá) leifar af
um metralöngu spendýri með tennur
9. mynd. Helstu gerðir fjaðra. Lengst t.v. er dúnfjöður, svo venjuleg þakfjöður og loks
flugfjöður."
54