Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 58
Náttúrufræðingurinn
16. mynd. í stað þess að draga fiðraða fætnr á eftir sér á flugi virðist smávígur,
Microraptor, hafa haldið þeim undir fremri vængjunum, og líktist um það gömlum flug-
vélum, tvíþekjum.21
renna stoðum undir þá hugmynd
að risaeðlurnar hefðu verið jafnheit-
ar („með heitt blóð") eins og fuglar
og spendýr en ekki misheitar eins
og núlifandi skriðdýr.19
Raunar eru ekki allir sáttir við að
risaeðlurnar hafi jafnað líkamshit-
ann á sama hátt og fuglar og spen-
dýr nútímans. Þessi spurning, hvort
þessi dýr hafi verið misheit eða jafn-
heit, er vegin í tveimur stuttum
pistlum í Natural History, tímariti
Bandaríska náttúrufræðisafnsins í
New York, í maí 2005.
í annarri greininni22 benda tveir
bandarískir dýrafræðingar, J. A.
Ruben og W. J. Hillenius, meðal
annars á það að öll jafnheit landdýr
nú á tímum, jafnt spendýr og fugl-
ar, anda að sér og frá gegnum hol-
rúm í höfðinu, nefskeljarnar, sem
draga úr tapi á raka og varma til
umhverfisins. Engin merki sjáist
um slíkar myndanir í steingerðum
höfuðbeinum nokkurrar risaeðlu; í
þeim hafi öndunarrásirnar í höfð-
inu verið þröngar. Þeir telja sig geta
ráðið af steingervingum að flókin
öndunarhol, sem einkenna fugla
nútímans, hafi fyrst komið fram í
fuglum seint á krítartímabili, er
bendi til þess að jafnheitt blóð sé
fremur seint til komið í þróun fugla.
Og Ruben og Hillenius halda áfram:
Hraði efnaskiptanna í risaeðlunum segir
sennilega minna um lífsmáta þeirra en
margir vilja vera láta. Til dæmis væri al-
rangt að álykta út frá fremur hægum efna-
skiptum að þessi dýr hafi verið silalegir
grasbítir ellegar rándýr sem hremmdu
bráð sína úr fyrirsát en höfðu þess á milli
hægt um sig („sit-and-wait" predators). í
mildu loftslagi miðlífsaldar má nær full-
ljóst telja að flestar risaeðlur hafi haldið
jöfnum líkamshita, hvort sem þær höfðu
sérstakt hitastillikerfi eða ekki. Og jafnvel
meðal misheitra dýra nútímans þekkjast
ýmsar eðlur í hitabeltisumhverfi, svo sem
kómódófrýnan, sem staðfesta að misheit
dýr eru ekki öU silakeppir. Risaeðlur með
líkamlega hæfni (physiological capacities) og
veiðivenjur kómódófrýnu gætu sem hæg-
ast hafa helgað sér stór óðul, elt uppi og
veitt stóra bráð eða varist af hörku ef að
þeim hefði verið þjarmað.
I hinum pistlinum andmælir
landi þeirra, steingervingafræðing-
urinn Mary Higby Schweitzer,
þessu.23 Hún telur að risaeðlur hafi
á löngum ferli þróað með sér hita-
stillikerfi sem hafi veitt þeim yfir-
burði gagnvart misheitum keppi-
nautum; til dæmis hafi jafnheit dýr
getað verið aðeins lengur á ferli
yfir sólarhringinn og hreyft sig
hraðar. Schweitzer telur flest
benda til þess að risaeðlurnar hafi
haft stjórn á líkamshita sínum.
Mörg einkenni þeirra sjáist nú
aðeins hjá jafnheitum dýrum:
Einungis meðal þeirra þekkjast nú
á tímum dýr sem ganga á tveimur
fótum og geta ekki gengið með
öðrum hætti; einungis jafnheit dýr
ganga í uppréttri stöðu, með fæt-
urna niður úr líkamanum, ólíkt
eðlum sem ganga gleiðar með fót-
leggina út á við; aðeins jafnheit dýr
hafa á líkamanum varmaeinangr-
andi lag utan á húðinni, hár eða
fiður; og aðeins jafnheit dýr lifa í
stórum flokkum eða hjörðum eða
ferðast langar leiðir með árstíðum.
Lokaorðin í grein Schweitzers eru:
Oll þekkjast þessi einkenni hjá risaeðlum;
sum hjá þeim öllum, svo sem lóðréttur
limaburður, en önnur, til dæmis fjaðrir,
einkenna aðeins sumar tegundir. Óvíst er
að risaeðlur hafi haft jafnfullkomna stjóm á
líkamshita sínum og fuglar eða fólk. En öll
tiltæk vitneskja bendir hl þess að efnaskipti
þeirra hafi verið miklum mun örari en í
núlifandi krókódílum, eðlum, slöngum og
skjaldbökum.
58