Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 60

Náttúrufræðingurinn - 2008, Síða 60
Náttúrufræðingurinn 0 5 10 15 20 25 30 35 40 45 50 Aldur (í árum) 19. mynd. Jafnvel stærstu risaeðlur urðu fullvaxnar á táningsaldri. Til samanburðar eru sýndar vaxtarkúrfur núlifandi krókódíls og stærsta fornkrókódílsins, Deinosuchus.25 einum 75 til 80 milljón árum, varð um 10 til 11 metra langur á nærri 50 árum, og er þá stuðst við árhringi í vexti á hálsbrynju dýranna. Nú- tímakrókódílar, sem og önnur núlif- andi skriðdýr (afkomendur Lepido- sauromorpha og Anapsida á kvísl- ritinu neðst til hægri á 3. mynd), halda þessum hæga vexti (19. mynd). Hins vegar einkennast flug- eðlurnar af sama vaxtarmáta og risaeðlurnar. Má því ætla að sam- eiginlegir forfeður flugeðlna og risaeðlna, fuglhelsingjarnir, hafi tekið þennan öra vöxt upp. Ör efnaskipti eru forsenda hraðs vaxtar, þótt ágreiningur sé um það hvort risaeðlur miðlífsaldar hafi stýrt brunanum í líkamanum á sama hátt og jafnörugglega og fugl- ar og spendýr nútímans. Beinagerð Ef leggjarbein í skriðdýri, fugli eða spendýri er sneitt niður og skoðað í smásjá, sést að leggurinn utan- verður er úr þéttu beini, en inni í honum miðjum er beinið frauð- kennt, fyllt beinmerg. Komið hefur í ljós að gerð þétta beinsins fer eftir því hve ört það óx meðan það var að myndast. Hægt vaxandi bein er úr þéttum, sammiðja lögum með dreifðum rásum með æðum og taugum (lamellar-zonal beinvefur, 20. mynd, neðar). I ört vaxandi beini mynda sammiðja beinvefjar- lögin greinar eða fléttur inn á milli fjölda af æða- og taugarásum og uppistöðu úr trefjum úr kollagen- bandvef (fibro-lamellar beinvefur, ofar á 20. mynd). Leggjarbein í spendýrum og fuglum eru að mestu leyti af fléttuðu gerðinni, enda mynduð við hraðan vöxt. A hinn bóginn eru leggir krókódíla og annarra nútímaskriðdýra með sammiðja lögum, í samræmi við hægari vöxt þessara dýra. I þunnsneiðum af steingerðum leggjum úr risaeðlum má í smásjá greina fléttaða skipan beinvefjarins, sem kemur heim við það sem menn vita nú um öran vöxt þessara dýra (20. mynd, smásjárljósmyndin lengst til hægri). Á 21. mynd er nokkrum forfeðr- um og frændum fuglanna skipað í tímaröð. Flokkunarröðin efst á myndinni (frá Archosauria til Aves) ARCH0SAURIA DIN0SAURIA Þéttur, lagskiptur beinvefur (lamellar-zonal) með fáum æðarásum; hægur vöxtur r»n h^pn nfnAckÍnH Fléttaður beinvefur (fibro-lamellar) með þéttum æðarásum; ör vöxtur og hröð efnasklpti Minni líkami, styttri vaxtartími Færri æðarás1 dæmigert fyri' minni dýr Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 20. mynd. í efri röð er sýnd vefjagerðin í ört vaxandi beini (lengst t.v.) og smásjármyndir af þunnsneiðum slíkra beina í hirti, strút og risaeðlu. í neðri röðinni er sýnd vefjagerð hægt vaxandi beins og smásjármynd afbeini krókódíls sem dæmi.25 er samkvæmt reglum uppruna- flokkunarfræðinnar. Neðst á myndinni eru nokkur orð um beinagerðina. Eins og þegar er komið fram, eru krókódílarnir einir með þéttan beinvef úr sammiðja lögum með dreifðum æðum, en öll hin dýrin á myndinni eru með æða- ríkari, fléttaðan beinvef. Greina má lítilsháttar breytingar í gerð bein- anna með tímanum (sjá skýringar við lóðréttu örvarnar neðst á mynd- inni), en aðalbreytingin er á vaxtar- tímanum. Allir núlifandi fuglar, þar með stærstu strútar, verða fullvaxn- ir minna en ársgamlir, flestir á mun skemmri tíma - spörinn (lengst til hægri á myndinni) á aðeins einni viku. 0RNITH0TH0RACES 0RNITHURAE lchthyornis 35 sm Hesperornis Í.?S m Patagopteryx 50 sm Enantiornithes 15 sm Þéttari æðarásir benda til örari vaxtar 21. mynd. Áa- og frændgarður fugla, tneð skýringum á breytingum á gerð beinvefjar (neðst). Ekki erfjallað hér um allar pessar skepnur.25 61

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.