Náttúrufræðingurinn - 2008, Side 63
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Guðrún G. Þórarinsdóttir, Valdimar Ingi Gunnarsson
og Björn Theódórsson
KRÆ kl i n g aræ kt
Á ÍSLANDI
Kræklingur (Mytilus edulis)
nefnist einnig bláskel,
krákuskel eða kráka. Þessi
tegund tilheyrir ættinni Mytilidae
og ættkvíslinni Mi/tilus, en til
hennar teljast allmargar tegundir
víðsvegar um heim. Heimkynni
kræklings eru víða á norðurhveli. I
Norðaustur-Atlantshafi finnst hann
frá Hvítahafi suður til Frakklands
og í kringum Bretlandseyjar, Fær-
eyjar og Island. I Norðvestur-Atl-
antshafi finnst þessi tegund frá
Kanada suður til Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum og á suðurhveli við
Suður-Ameríku og á Falklandseyj-
um.11 Norður-Atlantshafi eru kræk-
lingstegundirnar M. galloprovincialis
og M. trossulus einnig algengar2 og
eru dæmi um blöndun þessara teg-
unda innbyrðis og við M. edulis.3
NÝTING OG FRAMLEIÐSLA
Erlendis hafa hinar ýmsu kræk-
lingstegundir verið veiddar og
ræktaðar öldum saman til matar. í
Frakklandi eru heimildir um kræk-
lingarækt frá árinu 1235 en nútíma-
rækt á sér aðeins um 60 ára sögu.4
Heimsframleiðslan hefur aukist
mikið á undanförnum áratugum,
eða úr tæpum 400 þúsund tonnum
árið 1970 í tæpar 1,8 milljónir tonna
árið 2004 en þar af eru aðeins um
200 þús. tonn villtur kræklingur.
Árið 2004 var framleiðsla í Asíu um
1 milljón tonna en Kínverjar fram-
leiddu þar mest rúm 700 þús. tonn.
I Evrópu voru framleidd um 745
þús. tonn, sem voru að stærstum
hluta M. edulis. Spánverjar fram-
leiddu mest Evrópuþjóða, um 300
þús. tonn, en aðrar þjóðir sem voru
með umtalsverða framleiðslu voru
Danir (um 100 þús. tonn), Frakkar
(um 75 þús. tonn) og Hollendingar
(um 67 þús. tonn) (http://www.-
fao.org).
Kræklingur hefur lítið verið nýtt-
ur hérlendis.5 Á síðari árum hefur
færst í vöxt að fólk fari í kræklinga-
fjörur og tíni sér til matar. Á árun-
um 1985-1987 var gerð tilraun með
ræktun kræklings í Hvalfirði á veg-
um Napa hf.6 og Hafrannsókna-
stofnunin stóð fyrir tilraun árið
1973. Árið 1997 hófu einkaaðilar
ræktun á kræklingi í Mjóafirði og
frá 2000 hafa 11 aðrir aðilar stundað
ræktun í tilraunaskyni víðsvegar
67' -
66*
65'
62”
Hcstfjörður
Arnarfjörður
Kolgrafafjörður
Hvammsfjörður
HvalQörður
63° "
Mjóifjörður
Hamarsfjörð
28°
26°
24°
22°
20°
18°
16°
14°
12°
10°
2. mynd. Staðsetning krækiingaræktunar við ísland 2004. - The experimental culturing
sites in Iceland 2004.
Náttúrufræðingurinn 76 (1-2), bls. 63-69, 2007
63