Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 76

Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 76
Náttúrufræðingurinn áfastar steinsugur. Einstaka sinnum sést til nokkurs fjölda steinsugna við landið og seinni hluta sumars 2004 bar til að mynda töluvert á þeim í sjónum út af Reykjanesi (sjá annál 2004). Fuglar Staða rjúpunnar virtist veik og fækkaði henni á ný eftir aðeins tveggja ára uppsveiflu þrátt fyrir takmark- aðar veiðar. Miðað við friðunaraðgerðir árin 2003-2005 og fyrri stofnsveiflur hefði mátt búast við uppsveiflu í 4-5 ár áður en stofninn tæki að dala á ný. Staða arnarstofnsins var hins vegar sterkari en verið hefur í langan tíma þótt aðeins hafi þriðjungur þekktra arnarsetra verið í ábúð og útbreiðsla stofnsins enn aðallega bundin við vestanvert landið. Um vorið var vitað um 66 pör auk ungfugla og hafa ernir aldrei verið jafnmargir síðan stofninn var friðaður árið 1914. Minna bar á flækingsfuglum til landsins en oft áður. Við Baulutjörn á Mýrum sást til stúfgoða (Podilymbus podiceps) þann 26. apríl og mun það vera í annað sinn sem tegundin sést hér á landi svo vitað sé. Þistilfinka (Carduelis carduelis) sást við Brunnhól á Mýrum 12. október, nánast á sama stað og sama dag og árið 2005 þegar fyrst sást til tegundarinnar hérlendis. Daginn eftir sáust þistilfinkur á Höfn í Hornafirði og við Horn á Norðfirði. Þann 1. nóvember sást enn á ný til teg- undarinnar og nú við Djúpavog. Hugsanlega var þar á ferð annar af fuglunum tveim sem sáust á Austur- landi tveimur vikum fyrr. Fiskar Afar sjaldgæf surtlutegund veiddist við karfaveiðar djúpt suðvestur af landinu. Fiskurinn hefur ekki hlotið íslenskt nafn en ber vísindanafnið Linophryne maderensi. Áður hefur tegundin aðeins fundist úti fyr- ir ströndum Madeira og því er fundur hennar svo norðarlega nokkuð sérstakur. Hvalir Fréttir bárust af sérstæðum hvalreka fyrir botni Lóna- fjarðar á Þistilfirði þann 20. janúar. Hvalurinn reynist vera náhvalur, sem er hánorræn tegund og fremur sjaldgæf við strendur íslands. Annar hvalur frá norð- lægari slóðum sást á sundi í nokkra daga inni í Seyð- isfirði í júní. Þar var kominn mjaldur, sem líkt og ná- hvalur er fremur sjaldgæfur hér við land og yfirleitt líða mörg ár milli þess sem til hans sést hérlendis. Skordýr á flækingi Sumarið 2006 bar óvenjumikið á tveimur flækingum skordýra sunnanlands. Jóhannes Skaftason skrifaði Náttúrufræðingnum minnispunkta um þá. Þetta eru kálmölur Plutella xylostella og netvængja sem líklegast er Chrysoperla carnea. Kálmölinn mátti sjá strax í byrj- un júní víða sunnanlands og var allmikið af honum. Um miðjan ágúst var nokkuð um að púpur væru að sýna sig og ný kynslóð af kálmöl sem hafði þroskast hér um sumarið. Púpur þessar eru sveipaðar neti og sitja gjarnan nokkuð frá verksummerkjum lirfunnar, t.d. uppi í grasstrái eða á fersku og óskemmdu kart- öflublaði. Netvængjan var hér á ferðinni allavega frá miðjum júní og fram eftir júlí og það um allt sunnan- vert landið, þ.e. í Reykjavík og Hafnarfirði, í grennd við Grindavík, við Svínafell í Öræfum, undir Eyjafjöll- um og í allnokkrum mæli í grennd við Hveragerði. a) Gullglyrna (Chrysopa carnea). Reykjakoti Ölfusi 25. júlí 2006. b) Kálmölur (Plutella xylostella). Þingvöllum 15. júní 2006. c) Nýklakinn kálmölur á kartöflugrasi. Kópavogi 15. ágúst 2006. d) Púpa kálmöls á grasstrái. Kópavogi 15. ágúst 2006. 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.