Náttúrufræðingurinn - 2008, Qupperneq 78
Náttúrufræðingurinn
Gerður Guðmundsdóttir plöntu-
vistfræðingur var ráðin til stofunnar
haustið 2006. Hún stjómar gróður-
vöktun á Vesturöræfum, þar sem
meðal annars er notuð fjarkörtnunar-
tækni til þess að fylgjast með hugsan-
legum áhrifum Hálslóns á gróður.
Þessi rannsókn er unnin fyrir Lands-
virkjun og mun standa yfir næstu
árin. Þá tekur Gerður þátt í gróður-
rannsóknum vegna mats á umhverf-
isáhrifum hinna ýmsu framkvæmda.
Erlín Emma Jóhannsdóttir líffræð-
ingur og meistaranemi við Háskóla
íslands var ráðin sumarið 2004.
Meistaraverkefni Erlínar lýtur að
tegundagreiningu rykmýs úr ís-
lenskum vötnum en verkefnið er
unnið í samstarfi við Hilmar J.
Malmquist á Náttúrufræðistofu
Kópavogs og Jón S. Ólafsson á Veiði-
málastofnun. Erlín vinnur að ýms-
um rannsóknum á stofunni, t.d. um-
hverfisvöktun vegna álvers Alcoa-
Fjarðaáls í Reyðarfirði, auk þess að
sinna rannsóknum á náttúrufari
vegna mats á umhverfisáhrifum
framkvæmda. Hún sér einnig um
sýningarsal Náttúrugripasafnsins í
Neskaupstað og náttúrufræði-
námkeið fyrir böm á sumrin.
Aslaug Lárusdóttir er skrifstofu-
stjóri stofunnar og sér um ýmislegt
sem tengist rekstri hennar gagnainn-
slátt, heimasíðu og tölvumál.
Sumarið 2007 unnu tveir sumar-
starfsmenn á stofunni, þær Hrafn-
hildur Ósk Unnarsdóttir líffræðing-
ur og Berit Christensen plöntuvist-
fræðingur.
Á Egilsstöðum eru þrír starfs-
menn. Skarphéðinn G. Þórisson líf-
fræðingur hefur starfað hjá stofunni
frá ársbyrjun 2000. Hann stjómar
rannsóknum og vöktun á hreindýra-
stofninum. Vöktunin felst fyrst og
fremst í því að fylgjast með fjölda og
dreifingu dýra allan ársins hring.
Safnað er upplýsingum um felld dýr
með aðstoð veiðimanna, en þær gefa
m.a. upplýsingar um líkamlegt
ástand dýranna og þá um leið
ástand beitilands. Náttúrustofan
leggur árlega fram tillögur um
kynja- og svæðaskiptan veiðikvóta
og um afmörkun ágangssvæða.
Náttúrustofan er í nánu samstarfi
við Hreindýraráð, Umhverfisstofn-
un, sveitarfélög á Austurlandi og
stofnanir þeirra og veitir ráðuneyti
umhverfismála umsagnir og ráð um
ýmislegt sem varðar náttúruvernd
og hreindýrastofninn. Auk hrein-
dýrarannsókna tekur Skarphéðinn
þátt í mati á umhverfisáhrifum
framkvæmda, þá sérstaklega hvað
varðar varpfugla.
Rán Þórarinsdóttir líffræðingur
var ráðin haustið 2004 til hreindýra-
rannsókna. Auk þess stundar hún
meistaranám við Háskóla íslands
þar sem hún vinnur að samanburð-
arrannsóknum á hópamyndun
andarunga á Mývatni og æðarfugls
á Pollinum á Akureyri.
Halldór W. Stefánsson sirtnir verk-
efnatengdum rannsóknum fyrir
hönd Náttúrustofunnar og í sam-
starfi við Náttúrufræðistofnun Is-
lands, ásamt Skarphéðni. Helstu
verkefni Halldórs eru skráning á út-
breiðslu og söfnun upplýsinga um
varpfugla og vöktun gæsa á Austur-
landi.
Frekari upplýsingar og fréttir af
starfsemi Náttúrustofu Austurlands
má finna á www.na.is.
2. mynd. íapríllok er hlutfall hyrndra/kelfdra kúa kannað en geldar kýr eru þá búnar aðfeíla hornin. Á myndinni má sjá þrjátíu hyrndar
kýr,fjórar kollóttar, þrettán kálfa og einn tarfá öðrum vetri austan í Laugarfelli norðan Snæfells þann 29. apríl 2007.
Ljósm.: Skarphéðinn G. Þórisson.
78