Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 5
Krókar og KRÆÐUR HÖRÐUR KRISTINSSON Hér birtist fyrsta greinin í greinaflokki um íslenskar fléttur. Margir hafa óljósa hugmynd um að fléttur séu sambýli frumstœðra plantna en oftast fer lítið fyrir þekkingu á einstökum tegundum. Flestir þekkja hreindýramosa en fœrri vita að hann erflétta en ekki mosi. Enn fœrri hafa gert sér grein fyrir því að fleiri en ein tegund af fléttum ganga undir nafninu hreindýramosi. ítið hefur verið ritað á íslensku um fléttur frani að þessu. Undir- ritaður hefur áður birt greinar um íslenskar geitaskófir og engjaskófir í tímaritinu Flóru (1963 og 1964) og um nytjar af fléttum í sama riti árið 1968. í ársriti Útivistar birtist 1982 grein um íslenskar fléttur og nöfn þeirra ásamt litmyndum af nokkrum tegundum. Þá hefur verið stuttorð umfjöllun um ís- lenskar fléttur í nokkrum kennslubókum, svo sem Plöntunum eftir Stefán Stefáns- son, Gróðrinum eftir Ingólf Davíðsson og síðast en ekki síst í Lífríkinu á landi eftir Eddu Eiríksdóttur, Jenny Karlsdóttur, Þóreyju Ketilsdóttur og Þorvald Örn Árna- son. Hörður Kristinsson (f. 1937) tauk dr.rer.nat.-prófi í grasafræði frá háskólanum í Göttingen í V-Þýskalandi 1966. Hann starfaði við Duke-háskóla í Bandari'kjun- um 1967-1970, var sérfræðingur við Nátlúmgripa- safnið á Akureyri 1970-1977, prófessor í grasafræði við Háskóla íslands 1977-1987 og forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands, síðar Akureyrar- seturs Náttúrufræðistofnunar fslands, frá 1987. Hér verður gerð tilraun til að bæta ofurlítið úr þessu og fræða almenning betur um þessar sérkennilegu lífverur með nokkium greinum í Náttúrufræðingnum. Hugmyndin er að fylgja hverri grein úr hlaði með einhverjum almennum fróðleik um fléttur og kynna síðan nokkrar ís- lenskar tegundir með litmyndum. ■ HVAÐ ERU FLÉTTUR? Fléttur eru ekki ein sérstök plöntufylking heldur sambýlisverur sem eru settar saman af plöntum úr tveim eða þrem ólíkum fylkingum. Það er að jafnaði einn sveppur, sem fléttar vef úr sveppþráðum utan um allt sambýlið og heldur því saman, en hinn aðilinn er oftast grænþörungur en í mörg- um tilvikum bláþörungur. Margir kjósa í seinni tíð að tala um blágerla fremur en bláþörunga, vegna þess að þeir tilheyra sömu fylkingu og gerlar en eru óskyldir þörungum. í allmörgum tilvikum er um þríbýli að ræða í fléttunum, þar sem bæði grænþörungar og bláþörungar taka þátt í sambýlinu auk sveppsins. Líklega er nalnið fléttur í þessari merk- ingu ekki mjög gamalt í íslensku. Þó notar Helgi Jónsson grasafræðingur það í bók sinni um byggingu og líf plantna árið 1907. í eldra máli og í almennum ritum hafa fléttur að jafnaði verið kallaðar „mosi“ á íslensku. Orðið mosi var jöfnum höndum notað yfir mosa og fléttur, og virðist sem menn hafi ekki gert greinar- Náttúrufræðingurinn 66 (1), bls. 3-14, 1996. 3

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.