Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1996, Síða 7

Náttúrufræðingurinn - 1996, Síða 7
kallaðar deplur og bera depluheiti og plöntur af ættkvíslinni Spiraea eru kall- aðar kvistir og bera kvistanöfn. Alþýðu- nöfn taka hins vegar ekki tillit til þessa. Því höfum við í íslensku flórunni plöntur af rósaætt sem bera fífils- eða sóleyjarheiti eins og fjalldalafífill og holtasóley. Þetta er dálítið villandi l'yrir þá sem vilja kunna skil á plöntum og læra nöfn þeirra. í fáeinum gömlum ritum má finna íslensk nöfn á fléttum sem ekki lifa lengur í mæltu máli. Þessi nöfn er sjálfsagt að endurvekja og nýta ef hægt er í nafngiftum. Bæði Eggert Ólafsson og Björn Halldórsson í Sauðlauksdal hafa birt nöfn sem lifðu meðal alþýðu manna á þeim tíma sem þeir voru uppi. Stundum má sjá af lýsingum þeirra hvaða fléttur þeir eiga við. Þeir nota in.a. nafnið mókróka og kræðu um ákveðnar fléttu- tegundir. Þess vegna hef ég kosið að nota þessi nöfn, króka og kræður, yfir þessar sömu fléttur og aðrar með svipað vaxtar- lag. ■ KRÓKAR Krókar er hér notað yfir fléttur af ætt- kvíslinni Cladina (hreindýramosi) og fá- einar tegundir af ættkvíslinni Cladonia sem hafa svipað vaxtarlag. Þetta eru runn- fléttur með sívalar greinar sem eru holar að innan og þéttgreinóttar í toppinn. Flestar tegundir af ættkvíslinni Cladonia (alls um 40 tegundir á íslandi) hafa annað vaxtarlag, eru sívalar og enda með bikar eða í oddi (bikarfléttur). Þekktastar fléttur af flokki króka eru svokallaður hreindýramosi. Sá hreindýra- mosi sem er mest áberandi í Skandinavíu og vex þar í þéttum breiðum í skógar- botnum tilheyrir tegundinni Cladina stellaris, sem nefna mætti eðalkróka á íslensku. Þeir eru al' einhverjum ástæðum alls ekki til á íslandi þótt þeir séu aðalfæða hreindýranna í Lapplandi og finnist einnig á Grænlandi. í Skandinavíu hal'a eðal- krókar lengi verið útflutningsvara suður tii Evrópu, m.a. Þýskalands þar sem fléttan er notuð til skreytinga í blóm- kransa. Þessi tegund hreindýramosa er miklu marg- og þéttgreindari en íslenski hreindýramosinn. H REIN DÝRAKRÓ KAR Cladina arbuscula Hreindýrakrókar (2. mynd) eru ljósgul- hvítir á lit, 4-10 cm á hæð, marggreindir ofantil. Greinendarnir eru dökkir í bláend- ann, sem oft er niðursveigður. Greinarnar eru með víðu miðholi. Oft má greina dökka, grænleita, upphleypta bletti utan á greinunum og eru það svæði þar sem grænþörungar eru undir. Nafnið hreindýrakrókar er nýnefni, og hefur þessi tegund ásamt nokkrum öðrum að jafnaði gengið undir nafninu hreindýra- mosi, bæði í rituðu og mæltu máli. Engin ástæða er til að amast við notkun þessa gamla nafns, enda rótgróið í málinu. Þó verður að hafa það hugfast að plantan er ekki mosi, eins og nafnið gæti gefið til kynna, heldur flétta. Einnig er nauðsynlegt að þessi planta fái tegundarheiti á ís- lensku. svo hægt sé að aðgreina hana frá öðrum tegundum sem einnig ganga undir nafninu hreindýramosi. Hugmyndin að hinu nýja nafni er fengin frá nafninu mó- krókar, sem er gamalt íslenskt alþýðuheiti á fléttu með svipuðu vaxtarlagi og hrein- dýrakrókar. Hreindýrakrókar eru algengir um allt land og vaxa mest á þúfum upp til heiða en eru einnig á láglendi. Víða er það mikið af þeim að þúfurnar fá hvítleitan blæ af í'létt- unum. Tvær deilitegundir eru hér af hrein- dýrakrókum, sem aðgreinast á því að ann- ar inniheldur fumarprotocetrarsýru, sem gerir þá ramma á bragðið, en hinn vantar þessa sýru. Sá síðarnefndi hefur af sumum verið talin sjálfstæð tegund undir nafninu Cladina mitis. Um hreindýramosann segir Björn Hall- dórsson í bókinni Grasnytjum: „Þegar hann er soðinn í lím eða kvoðu, er hann góð lækning brjóstveikum mönnum“; „þá er hann líka gott fæði hverjum manni, sé hann vel saxaður, og eitthvað létt kornmeti með honum brúkað“. 5

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.