Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1996, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1996, Side 8
2. mynd. Hreindýrakrókar ('Cladina arbuscula ssp. arbusculaj. Ljósm. Hörður Kristinsson. Grákrókar Cladina rangiferina Þessi tegund er náskyld hreindýrakrókum og lík þeim að öðru leyti en því að hún hefur ekki þann gulhvíta lit sem einkennir þá. Grákrókar (3. mynd) eru gráir eða grábrúnir, oft með fjólublárri slikju. Þeir eru jafn greinóttir og hreindýrakrókar og holir innan, með niðursveigða, dökkleita greinenda. Yfirborð greinanna er ofurlítið floskenndara en hjá hreindýrakrókum. Grákrókar voru almennt nefndir hrein- dýramosi, eins og hreindýrakrókar, og virðast menn ekki hafa gert greinarmun á þessum tegundum þrátt lyrir skýran litar- mun. Þeir mega heita algengir um allt land en hvergi er eins mikið af þeim og hrein- dýrakrókunum. Þeir vaxa á þúfum í mólendi til heiða, oft báðar tegundirnar saman, en ætíð er miklu minna af grákrók- unum. Færeyingurinn Nikolai Mohr, sem ferð- aðist um Island árið 1780 og ritaði um plöntur segir um „Lichen rangiferinus", og á þar sennilega jafnt við hreindýrakróka og grákróka, að tegundin sé í Miðfirði kölluð tröllkonugrös eða tröllagrös en á Austurlandi mókrókar eða hreindýramosi. Sýnir þetta vel hversu notkun nafnanna hefur oft verið á reiki eftir landshlutum. Einnig segir hann frá því að Sveinn Páisson landlæknir hafi hjálpað Einari Brynjólfssyni óðalsbónda á Barkarstöðum í Fljótshlfð við að sigrast á tæringu, með því að láta hann drekka seyði af hreindýra- mosa. Gulkrókar Cladonia uncialis Gulkrókar (4. mynd) eru 3-7 cm á hæð, gulhvítir að lit, oftast gulari en hrein- dýrakrókar og minna greindir, með sléttari áferð og oft nokkuð gildvaxnir eins og þeir væru uppblásnir, greinendar dökkbrúnir og gleiðir í oddinn. Nafnið er dregið af hinum gula lit þeirra. Gulkrókar hafa úsninsýru eins og hreindýrakrókar og það er hún sem gefur þeim gulhvítan litblæ. Gulkrókar vaxa á þúfum í mólendi eins og þær tegundir sem áður voru taldar. Þeir 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.