Náttúrufræðingurinn - 1996, Side 10
eru nokkuð algengir um allt land en þó er
veruleg eyða í útbreiðslu þeirra þar sem
uppblástur er á móbergssvæðinu. Flestar
fléttur eru viðkvæmar fyrir sandi á hreyf-
ingu. Samkvæmt Mohr var þessi tegund
einnig stundum kölluð mókrókar þar sem
menn tóku hana oft fyrir hreindýramosa.
Bikarkrókar
Cladonia amaurocraea
Bikarkrókar (5. inynd) eru náskyldir gul-
krókum og lrkir þeim. Greinar þeirra eru
þó að jafnaði grennri og móbleikari á lit-
inn, sjaldan eins gular og gulkrókar. Flest-
ar greinarnar enda í oddum, sem eru brúnir
í endann, en oftast má einnig finna litla,
óreglulega bikara á einstöku greinendum.
Þeir koma aldrei fyrir á gulkrókum. Annar
munur á þessurn tegundum er fólginn í því
að gulkrókar innihalda squamatínsýru,
sem ekki er í bikarkrókum. Sýra þessi
verður þó aðeins greind með efnagrein-
ingu eða af ljómun í útfjólubláu ljósi.
Bikarkrókarnir vaxa á þúfum í mólendi
eins og gulkrókar en eru miklu sjaldgæf-
ari. Mest er af þeim í Húnavatnssýslum.
Mókrókar
Cladonia furcata
Mókrókar (6. mynd) eru oft grænleitir neð-
antil en brúnir ofar eða grábrúnir, 2-5 cm
á hæð, nokkuð marggreindir, með grönn-
um, útsperrtum, oddmjóum greinendum.
Axlir greinanna eru oft meir eða minna
opnar, þ.e. með gati niður í holan stöngul-
inn. Stundum sjást brúnar, disklaga ask-
hirslur eins og knappar á greinendunum.
Nafnið mókrókar er gamalt alþýðuheiti,
þótt ekki sé ljóst á hvaða tegund nafnið var
notað. Sumar heimildir benda til sam-
kvæmt lýsingu að það hafi verið notað á
tegundina Cladonia furcata, en samkvæmt
Mohr hefur notkun nafnsins verið töluvert
á reiki eftir landshlutum.
Mókrókar vaxa á þúfum í móum, oft
mikið á láglendi ekki síður en til fjalla.
Vegna litarháttarins leynast þeir mjög vel í
móunum og þarf nokkra athygli til að taka
eftir þeim. Þeir eru mjög algengir um allt
land.
Strandkrókar
Cladonia rangiformis
Strandkrókar (7. mynd) eru 2-6 cm á
hæð, gráleitir eða grágrænir að lit, með
mörgum, fínskiptum greinum í endann.
Greinaxlirnar eru oftast með litlu opi líkt
og hjá mókrókum. Litlir bleðlar eru oft
neðantil á ungum plöntum. Strandkrókar
líkjast nokkuð hreindýrakrókum en eru
blágrárri að lit vegna þess að usninsýruna
vantar.
Strandkrókar vaxa einkunt í mögru
graslendi og móum nærri ströndinni. Oft
eru þar breiður af þeim, en sjaldan finnast
þeir lengra en 30 km frá sjó. Þeir eru mun
algengari við suður- og vesturströnd lands-
ins en við norðurströndina.
■ KRÆÐUR
Kræða er gamalt orð í málinu og að jafnaði
notað yfir eitthvað smátt, lélegt og krækl-
ótt. Oft var til dæmis notað orðið birki-
kræða yfir jarðlægt birkikjarr. Nafnið
kræða kemur mjög oft fyrir í ritum í
tengslum við notkun fjallagrasa. Það virð-
ist hafa verið notað jöfnum höndum uin
smávaxin, fíngerð fjallagrös, sem líka eru
dökkbrún eða svört að lit, og líklega einn-
ig um tegundina Cetraria aculeata, sem
hér er nefnd melakræða, og jafnvel yfir
fíngerð mundagrös (Cetrariella delisei),
en þessar tegundir báðar líkjast smágerð-
um fjallagrösum mjög að útliti og vaxtar-
lagi.
Ég hef kosið að nota nafnið kræða yfir
greindar runnfléttur með sívölum, oftast
óholum greinum. Einkum eru það tegundir
af gömlu ættkvíslinni Cornicularia, sem
nú hefur að hluta til verið færð yfir í Cetr-
aria, ættkvísl fjallagrasa, og tegundir af
ættkvíslinni Alectoria.
Melakræða
Cetraria aculeata
Melakræða (8. mynd) er dökkbrún eða nær
svört að lit, marggreinótt með sívalar
greinar, stundum lítið eitt hliðflöt í
greinöxlunum. Áferð greinanna er oftast
8