Náttúrufræðingurinn - 1996, Blaðsíða 23
2. mynd. Pétur Ásbjörnsson býr sig undir að síga ofan í gufuaugað á Hofsjökli (18. mars
1994). -A mountaineer getting readyfor abseil into the steam vent in the Hosfjökull ice cap
(March 1994). MyndJphoto Ari Trausti Guðmundsson.
1988) gæti ísinn á umræddum slóðum verið
um 150 nr þykkur eða meira. Undir eru
austurhlíðar eldfjallsins, nokkuð brattar.
Þar utan í hefur verið jarðhitasvæði án þess
að gufa frá því hafi náð til yfirborðs jökuls-
ins eða þá að jarðhitasvæði hefur nýlega
orðið þarna til. Hvort sem er hlýtur jarð-
hitinn að ná að bræða hvelfingu í ísinn.
Fyrir skömmu hel'ur svo breytl ísrennsli
og/eða nýtt sprungumynstur orðið til þess
að rifa hefur opnast á þak hennar og hleypt
upp gufu. ísinn er vart svo þunnur að
sprungan nái til botns í jöklinum. Jökul-
sprungur verða afar sjaldan nema 30-50
metra djúpar.
Ef um gamalt jarðhitasvæði er að ræða,
hefur tilviljun ráðið því að gufurásir hafa
ekki opnast eða uppgötvast áður. Ef jarð-
hitasvæðið er nýtt eða er að sækja í sig
veðrið nrá vel vera að gufan eða fleiri upp-
streymisrásir verði æ meira áberandi á
þessunr stað, með lilheyrandi sigsvæðum.
Breytingar geta orðið á jarðhitasvæðum í
megineldstöðvum án þess að jarðeldur sé
að taka þar fjörkipp. Urn sögu eldstöðvar-
innar hofsjöklsku er ekkert vitað og skal
ekki fjölyrt um jarðhitann frekar.
Heimildir
Helgi Björnson 1988. Hydrology of Ice Caps in
Volcanic Regions. Vísindafélag íslendinga.
Rit 45. 139 bls. auk kortaöskju.
Helgi Björnsson 1990. Hofsjökull: landslag,
ísforði og valnasvæði. Náttúrufræðingurinn
60. 113-126.
SllMMARY
A large volcanic centre with a caldera is located
within the Hofsjökull ice cap in Central lce-
land. No signs of geothermal activity have been
found within the ice cap. In March 1994, how-
ever, it was confirmed that an open crevasse
close to the summil region emitted steanr with
a faint srnell ol' sulphur.
PÚSTEANG HÖFUNDAR /AuTHOR'SADDRESS
Ari Trausti Guðmundsson
Flétturima 4
IS-112 Reykjavík
lceland
21