Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 24

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 24
Samband sels og þorsks Kanadíska sjávarútvegsráðuneytið hefur síðan 1994 styrkt selveiðar með kaupum á selkjöti. Snemma á öldinni voru árlega felldir 250.000 selir við Nýfundnaland. Eftir lok síðari heimsstyrjaldar komst árs- veiðin upp í 300.000 dýr. Mest var veitt af vöðusel. Bæði er hann algengasta tegund- in á þessum slóðum og svo voru hvítir feldir af ungum kópum eftisóttir. Þar kom að selastofnarnir minnkuðu og stjórnvöld settu árið 1983 kvóta á vöðusel, 186.000 dýr á ári. Jafnframt beittu umhverfis- verndarsamtök sér gegn þessum veiðum af mannúðarástæðum og þær snarminnkuðu, Árið 1993 voru aðeins veiddir 27.000 vöðuselir við Nýfundnaland enda fékkst sáralítið fyrir skinnin. Þegar þorskveiðin brást við Nýfundna- land misstu 30 þúsundir vinnuna. Háværar raddir kröfðust þess að sel yrði fækkað. Að öðrum kosti æti hann ótæpilega af þeim fáu þorskum sem eftir væru. „Enginn kennir selnum um hrun fiskistofnanna,“ segir talsmaður landssambands kanadískra selveiðimanna. „Orsökin var ofveiði. En selir éta fisk og þorskurinn nær sér ekki á strik nema þeim sé fækkað.“ Ráðamenn létu undan þrýstingnum og hafa sem fyrr segir fjármagnað selveiðar til verndar þorskinum um tveggja ára skeið. Á síðustu vorvertíð veiddust 61.000 vöðuselir. Samt voru bátar selfangara lengi bundnir við bryggju vegna ógæfta. Að mati sérfræðinga sjávarútvegsráðu- neytis Kanada á Nýfundnalandi fjölgaði vöðusel á norðvestanverðu Atlantshafi úr tveimur milljónum 1980 í 4,8 milljón dýr 1994. Þeir telja að stofninn muni með sama framhaldi vaxa um 5% á ári. Þótt aðeins þrír til fimm hundraðshlutar af fæðu selanna séu þorskur, en þar er stuðst við greiningu á innihaldi í maga veiddra dýra, átu vöðuselir á miðunum við Nýfundnaland samkvæmt framangreind- um forsendum 142.000 lestir af þorski árið 1994, sem er svipað og þorskkvótinn var áður en veiðum var hætt. Við bætist að selirnir taka smærri fisk en heimilt er að veiða svo þetta verða fleiri þorskar en í sömu þyngd af afla. Af þessu dregur sjáv- arútvegsráðuneyti Kanada (Department of Fisheríes and Oceans) aðeins eina álykt- /' ' —------------------------------. : Fréttir \ , y un, sem lesa má á heimasíðu þess á inter- netinu: „Vöðuselurinn á sinn þátt í því að fiskistofnarnir geta ekki náð sér.“ Ekki fallast allir sjólíffræðingar á þessa röksemdafærslu. í fyrsta lagi vefengja þeir mat ráðuneytisins á stofnstærð selanna og því hve mikið þeir éti af þorski. Menn efast líka um fimm prósenta ársvöxt stofnsins. Því er þvert á móti haldið fram að hann sé að ná hámarksstærð. Því til staðfestu er bent á að dýrin séu mögur og eignist fáa kópa. Tölurnar um hlutfall þorsks í æti selanna styðjast við mælingar frá tímanum meðan þorskur var enn veiddur. Má gera ráð fyrir að með minnkandi þorskstofni hafi selirnir snúið sér í auknum mæli að annarri fæðu. Þyngst vegur samt að selirnir eru aðeins einn hlekkur af mörgum í flóknu vistkerfi sjávar og hversu mikið sem þeir éta af þorski er þörf verulegra rannsókna áður en hægt verður að leiða gild rök að því hvert sé sambandið milli selveiða og stærðar þorskstofna. Ekki verður séð að ráðuneyt- ismenn í Kanada hafi látið vinna slíkar rannsóknir. Það gerðu suður-afrísk yfirvöld hins vegar árið 1991. Þá voru uppi áform urn að fækka loðsel úti fyrir strönd Namibíu til að ná upp stofnum þorskfiska sem þar eru veiddir. Kallaðir voru til sérfræðingar víða að sem reyndu út frá vistfræðilíkönum að meta sambandið milli sels og afla. í ljós kom að selirnir éta ýmsa þorskfiska, bæði nytjafiskana og tegundir sem á þeim Iifa. Vísindamennirnir töldu líklegt að með því að halda stofnum óþurftarfiska í skefjum gerðu selirnir meira gagn en sem næmi þeim usla er þeir ynnu í nytjastofnunum. Ákveðið var að láta loðselinn í friði. Verið getur að svipað eigi við um selina við Nýfundnaland (og víðar í Norður- Atlantshafi). Smokkur eða smokkfiskur lifir á ungþorski og selir éta srnokk. Eftir er að vita hvort selurinn stuðlar meir að viðgangi þorsksins lifandi eða dauður. New Scientist, 2021, 16.3.1996. Örnólfur Thorlacius tók saman. 22

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.