Náttúrufræðingurinn - 1996, Page 25
Astaratlot
ÁNAMAÐKA
BJARNI E. GUÐLEIFSSON OG
HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
/ harðri samkeppni á fjölmiðlamarkaði
hefur umfjöllun um kynlíf farið stöðugt
vaxandi og virðist nœsta traust sölu-
vara. Til þessa hefur Náttúrufrœðing-
urinn lítið fjallað um þennan málaflokk
en nú er svo komið að tímaritið berst
fyrir tilveru sinni og óhjákvæmilegt að
feta í fótspor annarra rita og hasla sér
völl á þessu sviði. Af nafni tímaritsins
mœtti ætla að þetta væri eitt af megin-
viðfangsefnum þess og eftirfarandi
grein sýnir að efiii af þessum toga á
heima á síðum ritsins þó svo að ekki
séu farnar troðnar slóðir.
remur sjaldgæft er að menn sjái
ánamaðka í mökunarstellingum,
en þó kemur það fyrir að menn
_........standi þær tegundir að verki sem
makast á yfirborðinu. Þegar Magnús
Ágústsson á Akureyri var að undirbúa
kartöflugarðinn sinn vorið 1991 varð hann
vitni að þessu. Við kartöfluupptökuna
Bjarni E. Guðleifsson (f. 1942) lauk cand.agr.- prófi í
jurtaræktun frá Landbúnaðarháskólanum á Asi í
Noregi 1966 og lic.agr.-prófi (Dr. scient.) 1971. Hann
var tilraunastjóri við Tilraunastöðina á Akureyri og
síðar á Möðruvöllum 1971-1980, ráðunautur hjá
Ræktunarfélagi Norðurlands 1981-1990 og sérfræð-
ingur við Tilraunastöðina á Möðruvöllum frá 1991.
Hólmfríður Sigurðardóttir (f. 1960) lauk B.S.-prófi í
líffræði frá Háskóla íslands 1984 og cand.scient.-
prófi í jarðvegslíffræði frá Háskólanum í Arósum
1987. Hólmfríður starfaði við Garðyrkjuskóla rfkis-
ins 1988-1991 og hjá Rannsóknastofnun landbúnað-
arins 1991-1996. Hún starfar nú sem sérfræðingur
við mat á umhverfisáhrifum hjá Skipulagi ríkisins.
haustið áður hafði hann lagt planka þvert
yfir garðinn til að ganga á í haust-
bleytunum. Vorið eftir er hann undirbjó
garðinn fyrir niðursetningu tók hann
plankann upp og sá þá tvo samhangandi
ánamaðka í sérkennilegum stellingum.
Honum þótti rétt að festa þetta á mynd og
hljóp eftir myndavél. Var hann hræddur
um að maðkarnir myndu skríða niður og
fela sig á meðan. Það gæti hafa tekið hann
um fimm mínútur að sækja myndavélina
en ánamaðkarnir létu þessa truflun ekki
hafa árif á sig og lágu enn í mökunar-
stellingum þegar Magnús kom aftur. Hann
hafði ekki hágæðamyndavél við hendina
og því eru gæði myndarinnar takmörkuð
(1. mynd). Myndin er eftir sem áður einkar
athyglisverð.
Ánamaðkar eru tvfkynja, sem þýðir að
bæði egg og sæði myndast í hverjum
maðki. Æxlunin fer yfirleitt fram niðri í
jarðveginum en stóráni æxlast þó á yfir-
borði jarðvegs og er afturendi hans yfir-
leitt niðri í göngunum (1. mynd).
Segja má að ánamaðkar hegði sér eins
og karldýr meðan á mökuninni stendur. Þá
skiptast þeir á sæði og getur athöfnin tekið
allt upp í fjórar klukkustundir. Þetta gerist
með þeim hætti að tveir ánamaðkar festast
saman á neðra borði búksins þannig að
framendarnir vísa hvor í sína áttina (2.
mynd). Bellin gefa frá sér slím sem mynd-
ar slímhólka utan um maðkana og halda
þeir fast hvor í annan með sérstökum
pörunarburstum. Karlop er á hvorri hlið
maðkanna á 15. lið. Það er umlukið kyrtl-
um sem sjást vel hjá flestum tegundum
Náttúrufræðingurinn 66 (1), bls. 23-25, 1996.
23