Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 26

Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 26
I. mynd. Ástaratlot stórána ('Lumbricus terrestris). Akureyringur stóð þessa tvo elskend- ur að verki er hann hugðist vinna kartöflugarðinn sinn vorið 1991. Afturendi ánamaðk- anna er niðri í göngunum. Yfirleitt fer œxlun ánamaðka fram niðri í jarðveginum en stóráni œxlast þó á yfirborði jarðvegs. Ljósm. Magnús Ágústsson. ánamaðka. Frá karlopinu flyst sæðið eftir nokkurs konar sæðislaut í átt að beltinu og yfir í sæðisgeymslur á 9. og 10. lið á hinum maðkinum. Þetta gerist inni í slím- hólknum þannig að sæði maðkanna bland- ast ekki saman. Þegar ánamaðkarnir hafa skipst á sæðis- frumum losna þeir hvor frá öðrum og hegða sér nú líkt og kvendýr og mynda egghylki. Þetta ferli tekur mun lengri tíma en æxlunin. Slímhólkurinn færist smám saman fram eftir ánamaðkinum. Egg úr kvenopinu á 14. lið og aðkomið sæði úr sæðisgeymslunum á 9. og 10. lið falla í hólkana og eggin frjóvgast. Slímhólkurinn rennur síðan fram af ánamaðkinum, þornar og myndar kúlulaga egghylki með seigu hýði (3. mynd). Litur hylkjanna, stærð og lögun er nris- jöfn eftir tegundum (4. mynd). Þau eru yfirleitt gulgræn eða brún. Þau stærstu eru 5-6 mm í þvermál en þau minnstu 1,5 mm. A norðlægum slóðum þroskast að jafnaði eitt egg í hverju egghylki. Ánamaðkar geta framleitt allt að 50 egghylki á ári en stórar tegundir framleiða yfirleitt færri egghylki en smáar tegundir. Æxlun og framleiðsla egghylkja getur farið fram allt árið ef frost fer ekki djúpt í jörðu en nær þó yfirleitt hámarki á vorin og haustin. 2. mynd. Anamaðkar skiptast á sceðisfrumum. Teikn. Hólmfríður Sigurðardóttir. 24

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.