Náttúrufræðingurinn - 1996, Page 29
Amund helland
OG FERÐ HANS TIL
ÍSLANDS 1881
LEÓ KRISTJÁNSSON OG
KRISTJÁN P. KRISTJÁNSSON
rin 1881-82 voru íslending-
um þess tíma helst minnis-
stœð vegna hafíss og mikilla
kulda. I sögu rannsókna á
jarðfrœði Islands urðu þau hinsvegar
með viðburðaríkari árum. Þá hófust
meðal annars þœr athuganir Þorvaldar
Thoroddsens sem liggja til grundvallar
jarðfrœðikorti hans. Ýmsir merkir
erlendir frœðimenn heimsóttu landið á
þessum árum og rituðu greinar um
athuganir sínar hér. Fer þar einna
mest fyrir norska jarðfrœðingnum
Amund Helland (1846—1918) sem nú
verður sagt frá.
Leó Kristjánsson (f. 1943) lauk B.Sc.-prófi í eðlis-
fræði frá Edinborgarháskóla 1966, M.Sc.-prófi frá
Newcastleháskóla 1967 og Ph.D.-prófi frá Memorial-
háskólanum í St. John's í Kanada 1973. Hann hefur
ferið sérfræðingur við Raunvfsindastofnun Háskól-
ans frá 1971 og vinnur einkum að rannsóknum á
bergsegulmagni og jarðsegulsviðsfrávikum. Leó er
jafnframt stundakennari við Háskóla íslands og var
prófessor í jarðeðlisfræði 1991-1994.
Kristján J. Kristjánsson (f. 1943) lauk prófi í bygg-
ingaverkfræði frá Tækniháskóla Noregs í Þrándheimi
1966 og hefur verið búsettur í Noregi síðan, að
frátöldum árunum 1970-1972, er hann starfaði hjá
Hönnun hf. í Reykjavík. Kristján hel'ur m.a. starfað
hjá Spr-Trpndelag Kraftselskap, verkfræðistofu A.R.
Reinertsen, Statoil, Berdal Strpmme A/S, Prosjekt-
ering A/S, Statens forurensingstilsyn og frá 1994 við
tæknideild Stjprdal-bæjar. Einnig rak Kristján eigið
ráðgjafarfyrirtæki á sviði byggingaverkfræði 1980-
1983.
■ AMUND HELLAND -
ÆVIÁGRIP
Eftirfarandi æviágrip er byggt á Malm
(1916), Sommerfeldt (1916), 0yen (1916)
og Norsk Biografisk Leksikon (1934).
Amund Theodor Helland (1. mynd), eins
og hann hét fullu nafni, fæddist í Bergen
þann 11. október 1846, þriðji af sjö börn-
um foreldra sinna. Hann var af góðum
ættum; föðurafi hans og faðirinn Hans
voru velmetnir stórkaupmenn og farskipa-
eigendur í Bergen og áhugamenn um
andleg og veraldleg málefni. Föðurafinn,
sem var mjög kristilega sinnaður og vildi
að Amund yrði prestur, hafði verið forseti
bæjarstjórnar. Faðirinn sat í bæjarstjórn-
inni um tíma og var að auki ræðismaður
Portúgals. Móðir Amunds Hellands var
sögð „fögur kona, skynsöm og þægileg
viðmóts".
Árið 1857 varð verslun Hans Hellands
gjaldþrota og lést hann tveim árum seinna.
Eftir það ólst Amund upp undir verndar-
væng afa síns fyrrnefnds. Að loknu
stúdentsprófi nam hann forspjallsvísindi
og lét prófa sig í níu greinum, þar á meðal
heimspeki, náttúrufræðum, norrænu og
ítölsku. Fékk hann hæstu mögulega ein-
kunn í öllum níu greinunum. Amund
Helland innritaðist síðan í bergvidenskab
við Háskólann í Kristjaníu (nú Osló) og
lauk prófi sem cand.min. 21 árs gamall í
júní 1868, með vitnisburðinum Laudabil-
is.
Náttúrufræðingurinn 66 (1), bls. 27-33, 1996.
27