Náttúrufræðingurinn - 1996, Qupperneq 30
I október 1867, meðan Helland var enn-
þá við nám, var hann ráðinn aðstoðar-
maður (amanuensis) við Metallurgisk
Laboratorium, eina af rannsóknastofum
háskólans. Frá 1870 fékk hann svo styrki
frá háskólanum til jarðfræðirannsókna.
Hann reyndist mjög glöggur vísindamaður
og auk þess sérlega fjölhæfur og afkasta-
mikill. Ur penna hans runnu þegar á árun-
um 1871-73 greinar í stríðum straumi um
aðskiljanleg svið jarðfræðinnar, oft með
ályktunum sem brutu í bága við fyrri kenn-
ingar.
Sannaðist nú orðtakið að enginn er
spámaður í sínu föðurlandi og urðu niður-
stöður Hellands gjarna mjög umdeildar.
Honum var m.a. neitað um inngöngu í
Kristiania Videnskabsselskab 1873 og
hann fékk ekki inni með greinar sínar í
ritum háskólans og öðrum virtustu fræði-
tímaritum Noregs er leið á það ár. Hefðu
slíkar móttökur getað bugað aðra unga
vísindamenn. Helland brá sér þá til
Stokkhólms og fékk heilar átta greinar
birtar hjá Sænska vísindafélaginu og
Jarðfræðafélaginu þar 1874-75, einkum
um ísöldina í Noregi (t.d. Helland 1874).
Þóttu Svíum greinarnar svo góðar að hann
var strax í maí 1874 kjörinn erlendur með-
limur í síðarnefnda félaginu. Urðu landar
Hellands því að endurskoða hug sinn
gagnvart honum, og frá haustinu það ár var
hann gerður að „universitetsstipendiat“
við Kristjaníuháskóla.
A árunum kringum 1875 áttu norrænir
jarðfræðingar mikinn þátt í stórstígum
framförum í skilningi manna á eðli ís-
aldarinnar og menjum um hana í Evrópu
(sjá v. Zittel 1901, bls. 231-234; Högbom
1923). Þar má ekki síst nefna Th. Kjerulf
og O. Torell, sem báðir höfðu heimsótt
Island. Boðuðu þær rannsóknir endalok
kenninga sem lengi höfðu verið vinsælar,
um að grettistök, rispur á bergi og önnur
augljós merki ísaldarinnar stöfuðu af
stórflóðum eða hafís.
Helland hóf um þetta leyti að ferðast til
annarra landa, jafnframt öllum þeim rann-
sóknum er hann stóð að heima í Noregi.
Árið 1875 heimsótti hann Grænland og
vöktu athuganir hans á hinum stóru skrið-
jöklum V-Grænlands (Helland 1876)
mikla athygli. Hann fór um Bæjaraland og
Italíu 1876, lærði um smásjárathuganir á
bergi í Leipzig veturinn 1876-77 og kann-
aði málmnámur í Freiberg, Harzfjöllum og
Cornwall 1877. Hann hlýddi á fyrirlestra í
École des Mines í París 1878 og ferðaðist
þá enn víða um Evrópu (sjá Helland
1879a). Til Orkneyja, Hjaltlands og
Færeyja fór hann 1879, íslands 1881 og
um Italíu og Grikkland 1883. Frá öllum
ferðum hans komu stórmerkar greinar um
það sem hann sá: skriðjökla, eldfjöll,
landmótun, námugröft o.fl.
Eftir mikinn styr í norska þinginu var
stofnuð sérstök prófessorsstaða í námu-
greftri við Kristjaníuháskóla handa Hell-
and frá haustinu 1885. Jafnframt kennslu
vann hann áfram að jarðfræðirannsóknum
innanlands, og áhugi hans beindist meir að
hagnýtum hliðum jarðfræðinnar, t.d. gagn-
vart landbúnaði, skógarhöggi, iðnaði og
námuvinnslu. Hann fór til ótal eyja að bora
eftir neysluvatni, tókst að bjarga silfur-
námunum á Kongsberg frá því að verða
lagðar niður og vann að verkinu „Jord-
bunden i Norge“, sem er fyrsta tilraun til
jarðfræðirits fyrir landbúnaðinn þar. Sam-
tímis birti hann mikinn Ijölda blaðagreina
um hin óskyldustu málefni, svo sem
stjórnmál, trúmál, menntun, söguleg efni,
fornleifagröft og jafnréttisbaráttu kvenna.
Greinar Hellands eru vel skrifaðar og
sóttust ritstjórar blaða mjög eftir skrifum
hans. Mest birtust ljórar greinar eftir hann
sama daginn í Dagbladet!
Frá 1890 vann Helland auk kennslunnar
einkum að athugunum á lögfræðilegum
þáttum námuvinnslu (bergrett). Reit hann
kennslubækur og ljölda blaðagreina um
það efni. Árið 1897 tók hann svo að sér að
ritstýra verkinu „Norges land og folk“.
Næstu 20 ár sá hann um útgáfu á lýsingum
fylkja landsins (sem þá hétu ömt) í þessu
ritsafni, auk borganna Kristjaníu og Berg-
en. Hver lýsing var í 2-4 bindum og bindin
allt að 1400 bls. hvert. Þetta verk er mikill
minnisvarði um alhliða þekkingu Hellands
á landi sínu og um vinnusemi hans.
28