Náttúrufræðingurinn - 1996, Page 31
Líf Ainunds Hellands var
athafnasamt og fjölbreytilegt.
Hann þótti afar góður kennari og
laginn við að vekja áhuga nem-
enda sinna á faginu. Hann var
sannleiksleitandi og ódeigur
talsmaður réttlætis og heiðar-
leika í öllu sínu fari. Hann varð
þekktur persónuleiki á götum
Kristjaníu og átti stóran vinahóp.
Helland lést 16. nóv. 1918, 72
ára að aldri, ókvæntur og barn-
laus.
■ FERÐ HELLANDS
TIL ÍSLANDS
1. mynd. Amund Helland. Málverk eftir Erik Weren-
skiold 1885. Ljósm. Kristján P. Kristjánsson 1993.
I bréfum frá Amund Helland til
Þorvaldar Thoroddsens, sem
varðveitt eru í Konungsbókhlöðu
í Kaupmannahöfn (Ny Kgl.
Saml. 3007, utilg. 128-4to), sést
að hann hefur fengið áhuga á
íslandsferð 1879 eða fyrr. Gaf
Þorvaldur honum ýmsar ráðlegg-
ingar varðandi ferðina og jarð-
fræði landsins.
Helland kom með sænsku llutningaskipi
til Seyðisfjarðar snemma sumars 1881 og
tafðist þar í tvær vikur. Hann var þó ekki
iðjulaus fremur en fyrri daginn heldur
viðaði að sér efni í frásögn af síldveiðum
Norðmanna hér (Helland 1882—83a). Hann
hélt svo til Mývatns með Gísla pósti
Eiríkssyni, og segir frá þeirri ferð í annarri
grein (Helland 1882—83b). Þar dvaldist
hann nokkra daga og kynnti sér eldstöðvar
(Helland 1882—83d). Hann hafði áhuga á
Öskjugosinu 1875 vegna þess að aska
þaðan hafði fallið í Noregi og Svíþjóð, en
ekki gafst ráðrúm til að fara inn í Öskju.
Helland (1882-83c) skrifaði þó samantekt
um Öskju- og Sveinagjárgosin eftir ýms-
um heimildum.
Frá Mývatni var riðið suður Sprengi-
sand, sem Helland telur hafa verið fáfarinn
á þessum árum (Helland 1882—83e). Var
áætlað að halda í átt til Skaftafellssýslu af
hálendinu, en eftir nokkra hrakninga og
villur kom Helland til byggða á Galtalæk
við Heklu. Hann nefnir að Þórisvatn sé í
raun mun stærra en sýnt er á uppdrætti
Björns Gunnlaugssonar.
Eftir ferð að Geysi skrapp Helland til
Reykjavíkur og sendi þaðan fréttabréf um
ferðir sínar og ýmislegt sein fyrir augu
hafði borið (Helland 1881). Að áeggjan
Þorvaldar Thoroddsens (sjá Minningabók
Þ.Th. II, bls. 88) lá svo leiðin austur að
upptökum Skaftáreldahrauns, sem enn
varð Helland tilefni til gagnmerkra skrifa
(Helland 1885, 1886; Jón Jónsson 1994)
þótt Thoroddsen kalli þau „flausturslega
samin“. Byggjast þau skrif bæði á eigin
athugunum hans og á eldri íslenskum
ritum um eldana og Móðuharðindin. Úti í
heimi voru fræðimenn uin þetta leyti að
vakna til vitundar um að eldgos yrðu ekki
bara á stökum gígunt heldur gæti stundum
gosið á sprungum. Lét Helland gera kort
eftir mælingum sínum á Lakagígum, sem
fylgdi fyrrnefndu riti og vakti athygli. Fer
29