Náttúrufræðingurinn - 1996, Síða 44
8,1 cm
S
M
«o
60
Sá
c3
ÍI?
40
20
4. mynd. Færslur mœlipunkta
1989-1992 í stefnu N104°A,
stefnu plötuhreyfinga, sem fall
af fjarlœgð frá 64°N. Aðeins
eru teiknaðar fœrslur mæli-
punkta milli eystra og vestra
gosbeltisins (svæði C á 3.
mynd). Lóðréttar línur sýna
áætlaða fœrslu svœða A og B á
3. mynd, sem tilheyra Norður-
Ameríku- og Evrasíuplötunum.
Lárétt lína sýnir miðju skjálfta-
beltisins á Suðurlandi. Skjálfta-
beltið er um 25 km breitt í
norður-suður stefim (skyggt á
myndinni) og er greinilega það
svæði þar sem fœrslustefna
breytist úr austurstefnu sunnan
við beltið í vesturstefnu norðan
við beltið. Nokkur óvissa er um
það hversu mikil þessi vinstri
skúfhreyfing er miðað við
plötuhreyfingarnar (láréttu lín-
urnar). Punktar utan skyggða
svæðisins gœtu samkvæmt mœl-
ingunum verið að færast með
sama hraða og plöturnar og þá
er skúfhreyfing 100% af plötu-
hreyfingunum. Hraðinn gæti
einnig verið nokkru minni, þó
varla minni en 70% af plötu-
hreyfingum. Við höfum áœtlað
að um 85±15% af plötuhreyfingunum verði um skjálftabeltið á Suðurlandi. Mœlingar
1989-1992 sýna plötuhreyfingar um 8,4 cm, eða um 2,8 cm/ár. Ef hins vegar allar
mælingar 1986, 1989 og 1992 eru notaðar til að meta meðalhraðann yfir allt tímabilið þá
verður niðurstaðan 2,1 ±0,4 cm/ár í stefnu N116±11°A.
-20
-40
-60
t 1 b- Ameríkuplata t t
tt t A t t
t • *
Skjálftabelli f4= g| Evrasíuplata >—*H . t
0
8
1989-1992 lárétt færsla í stefnu N104°A (cm)
viðtekið líkan af plötuhreyfingum á jörð-
inni (DeMets o. fl. 1990), en samkvæmt
því færast Norður-Ameríku- og Evrasíu-
plöturnar hér á landi hvor frá annarri að
jafnaði um 1,94 cm/ár í stefnu N104°A.
Mælingarnar sýna einnig óyggjandi að
skjálftabeltið á Suðurlandi verður fyrir
vinstri skúfhreyfingu. Aflögunin er að
mestu bundin við 20-30 km breitt belti
sem fellur alveg saman við jarðskjálfta-
beltið á Suðurlandi. Færsla yfir skjálfta-
beltið samsvarar um 85±15% af plötu-
hreyfingunum þannig að svæðið fyrir
norðan skjálftabeltið færist í vestur með
Norður-Ameríkuplötunni og svæðið fyrir
sunnan jarðskjálftabeltið færist í austur
með Evrasíuplötunni (4. mynd). Af því
leiðir að tognun norðan skjálftabeltisins er
um þessar mundir að mestu bundin við
eystra gosbeltið og umhverfi þess. Óveru-
leg tognun á sér stað yfir vestra gosbeltið.
Innan skjálftabeltisins veldur vinstri skúf-
hreyfingin því að sprungur með norður-
suður stefnu snúast rangsælis um 0,5-1
prad/ár (jafngildir 0,3-0,6 gráðum á
10.000 árum).
42