Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1996, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1996, Side 45
■ bókahilluhöggun á SUÐURLANDI: NIÐURSTÖÐUR GPS- MÆLINGA í VÍÐU SAMHENGI Jarðskjálftasprungur á skjálftabelti Suður- lands eru með nokkuð óvenjulegum hætti (sjá t.d. Pál Einarsson 1991 b). Flestir skjálftar eiga upptök á sprungum sem snúa norður-suður, þ.e. þvert á skjálftabeltið sjálft. Stórir skjálftar á Suðurlandi, af stærðinni 6-7 á richterskvarða, verða gjarnan í hrinum, þ.e. nokkrir stórir skjálftar verða á nokkurra vikna eða nokkurra ára tímabili. Þetta gerðist siðast árið 1896. Árið 1912 varð hins vegar einn stór skjálfti á Suðurlandi, án þess að hrina yrði. í hrinum eru nokkrar samsíða sprung- ur virkar. Færsla um hverja sprungu er lárétt og samsíða sprungunni, svokölluð sniðgengisfærsla. Færsla sprungubarmsins er til hægri ef horft er frá hinum barmin- um. Vesturbarmur færist þannig til norð- urs en austurbarmurinn til suðurs. Sprung- urnar liggja með um 1-5 km millibili innan skjálftabellisins (Páll Einarsson o.fl. 1981, Páll Einarsson og Jón Eiríksson 1982, Páll Einarsson og Kristján Sæ- mundsson 1987, Páll Einarsson óbirtar niðurstöður 1994). En hvernig kemur þetta heim og saman við vinstri skúlhreyfingu yfir skjálftabeltið? Það má prófa með einfaldri tilraun með bækur í bókahillu. Ef el’ri endi bókanna er færður til vinstri, snúast (hallast) þær og á milli þeirra verður hægri sniðgengishreyfing. Vinstri skúfhreyfingin kemur þannig fram sem hægri sniðgengisfærsla milli einstakra bóka. Þetta má heimfæra á skjálftabeltið (5. mynd). Bækurnar samsvara óbrotnum spildum milli sprungna. Snúningur á norður-suður sprungununt um 0,5-1 prad/ ár, eins og GPS-mælingarnar benda til, krefst sniðgengisfærslu, að meðaltali um 0,5-5 mm/ár á hverri sprungu. Ef óveruleg hreyfing er á sprungunum milli stórra jarðskjálfta, þá verður færsla í stórum jarðskjálftum að vera um 0,5-5 m á 1000 árum á hverri sprungu. Eitt próf á bóka- hillulíkanið fyrir jarðskorpuhreyfingar á Suðurlandi felst í því að reikna svokallað skjálftarúmvægi2. Skjálftarúmvægi fyrir jarðskjálfta er flatarniál þess sprungullatar sem hreyfist, margfaldað með meðalfærslu í skjálftanum. Samkvæmt bókahillulfkan- inu ætti samanlagt skjálftarúmvægi í jarð- skjálftum á Suðurlandi að nema að jafnaði 1,0-2,5X107 mVár (sjá Freystein Sig- mundsson o.fl. 1995). Þetta er í góðu samræmi við áætlað skjálftavægi jarð- skjálfta á sögulegunt tíma á Suðurlandi, sent bendir til að jarðskorpuhreyfingar síðustu 1000 árin á Suðurlandi hafi verið með sama hætti og GPS-mælingar síðustu ára sýna. Síðustu 1000 árin a.m.k. ætti þá land norðan skjálftabeltisins að hafa færst í vestur með Norður-Ameríkuplötunni, og tognun yfir plötuskilin norðan skjálfta- beltisins ætti að mestu að hafa verið bund- in við eystra gliðnunarbeltið en ekki það vestra. Saga gliðnunarhrina á Suðurlandi síðustu 1000 árin styður einnig þessa hugmynd. Stóru sprungugosin í eystra gosbeltinu síðan um 900 e.Kr. í Eldgjá, Vatnaöldum, Veiðivötnum og Lakagígum gætu hæglega hafa tekið upp þá 20 m gliðnun sem búast má við að hafi orðið á Suðurlandi á síðustu 1000 árum. Ef hins vegar er litið til lengri tíma virðast jarðskorpuhreyfingar á Suðurlandi vera með öðru sniði. Síðustu 9000 árin virðist gliðnun yfir eystra og vestra gos- beltið hafa verið álíka mikil. Þannig er heildargliðnun sprungna í vestra gosbelt- inu við Þingvelli um 100 metrar (Ágúst Guðmundsson 1987) í Þingvallahrauninu sem rann fyrir um 9000 árum (Kristján Sæmundsson 1992). Meðalgliðnunarhraði þar er því um 1 cm/ár, um helmingur af plötuhreyfingunum, og því verður að gera ráð fyrir álíka mikilli gliðnun í vestra og eystra gliðnunarbeltinu. Þess ber þó að gæta að gliðnun í vestra beltinu minnkar ört þegar norðar dregur. Þannig er Skjald- breiðarhraun lítið sprungið um 20 km norðaustan Þingvalla. Norður-suður sprungurnar sem nú eru 2 Nýyrði fyrir geometric seismic moment (tillaga). 43

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.