Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1996, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1996, Side 50
Á NÆSTUNNI V - ; ■: ■.V-'UV-tfi ' - -W'’ / Nokkw fjöldi greina bíður nú birtingar í Náttúrufrœðingnum og það er liðin tíð, a.m.k. í bili, að útgáfan tefjist vegna skorts á aðsendu efid. I fram- haldi af breyttum áherslum í efnisvali berst tímaritinu nú sífellt meira af alþýðlegu efiti. Helst er hörgull á stuttum pistlum en þeim fjölgar þó stöðugt. Hér er tœpt á efni nokkurra þeirra greina sem birtast munu í nœstu heftum. Af Etnugosi 1991-1993 Þýskur jarðfræðingur, Richard H. Kölbl, segir frá tilraunum hers og almannavarna á Italíu til að breyta rennsli hraunár sem stefndi á bæinn Saffarena í Etnuhlíðum árið 1992. Erfðafræði Lysenkos Torfim D. Lysenko notfærði sér pólitískt ástand í Sovétríkjunum á valdatíma Stalíns og varð svo valdamikill að erfðafræði- kenningar hans voru gerðar að flokkslínu. Örnólfur Thorlacius rekur sögu loddara og falsspámanns sem sveift einskis í valdafíkn sinni. Haförninn Kristinn Haukur Skarphéðinsson skrifar um íslenska hafarnarstofninn, hvernig honum var nærri því útrýmt um síðustu aldamót og vöxt hans og viðgang á 20. öld. Birting þessarar greinar hefur dregist nokkuð af óviðráðanlegum ástæðum. Kúfiskur við Island Guðrún G. Þórarinsdóttir og Sólmundur Einarsson segja frá niðurstöðum tilrauna- veiða á kúfiski sem gerðar voru á vegum Hafrannsóknastofnunar sumarið 1994. VlSTTEMPRUN Björn Sigurbjörnsson ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu og fyrrverandi forstjóri Joint FAO/IAEA division of nu- clear techniques in food and aggriculture í Vín í Austurríki fjallar um baráttu við flugnaplágur í Afríku og Mið-Ameríku sem eytt var með því að fylla sýkt land- svæði með yfirgnæfandi fjölda flugna sem gerðar höfðu verið ófrjóar með röntgen- eða gammageislun. Straumsvíkurhefti í undirbúningi er sérstakt hefti um náttúru- far í næsta nágrenni álversins f Straumsvík og er það unnið í samstarfi við Islenska álfélagið. Þar ntun Gunnar Ólafsson fjalla um Ástjörn, Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson fjalla um hraunin, Freysteinn Sigurðsson fjallar um grunn- vatnið, Hörður Kristinsson fjallar um gróðurinn, Agnar Ingólfsson og Jörundur Svavarsson tjalla um lífið í sjó og vötnum og Þór Tómasson fjallar um loftmengun. Af öðru efni sem bíður birtingar má nefna aðra grein Ágústs Guðmundssonar um berghlaup og urðarjökla, Kristinn Haukur Skarphéðinsson Ijallar um æðarfuglinn, Erling Ólafsson og Gunnlaugur Pétursson fjalla um skrfkjur í greinaflokknum um íslenska flækingsfugla, Örnólfur Thor- lacius skrifar um notkun hrossa í hernaði og Guðrún G. Þórarinsdóttir og Þórunn Þórðardóttir fjalla um eitraðan þörunga- blóma. 48

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.