Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 10
2. mynd. Sprungur á Þingvöllum. A = Almannagjá, S = Sleðaásgjá, ÁF = Ármannsfell,
LT = Þingvallavatn, AR = Arnarfell, L = Litlagjá, H = Hrafnagjá, G = Gildruholtsgjá,
HE = Heiðargjá. 1 = stórt siggengi, 2 = jarðsprunga, 3 = smásprungubelti, 4 = hraun og
móberg frá kvarter (ísöld). — The Thingvellirfissure swarm: 1 = normalfault (only Ihose
with large throws are thus indicated), 2 = tectonic fissure (with a small or no throw), 3 =
deformation zone, 4 = Pleistocene rocks (basaltic lavas and hyaloclastites).
vallasvæðinu. Niðurstöður hans benda
til 2,5 mm sigs austurhluta dældarinn-
ar, miðað við svæðið vestan við Al-
mannagjá, tímabilið 1966-1971.
Eysteinn (1968) áætlar mesta sigið á
svæðinu 70 m og telur (1982) að breidd
þess svæðis sem sígur kunni að vera
meiri en breidd Þingvalladældarinnar,
þannig að raunverulegur sighraði gæti
verið talsvert meiri en þeir 2,5 mm hér
á undan. Að auki telur Eysteinn
(1981) að mælingar á sigi og gliðnun
sem standa í aðeins 5 til 10 ár segi ef til
vill lítið um meðaltalsbreytingar yfir
þúsundir ára.
VINNUAÐFERÐIR
Flestar mælingar á vídd sprungna
voru gerðar með málbandi úti í náttúr-
unni. Lóðrétt færsla (sig) var ýmist
mæld með málbandi eða metin með
hallamáli. Mörgum sprungum var fylgt
á fæti og vídd og lóðrétt færsla mæld
með 25 eða 50 m millibili. Loftmyndir
í mælikvarða 1:33300 voru notaðar til
4