Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 11
3. mynd. Vídd (width) og lóðrétt færsla (throw) á Almannagjá. — Width and throw of Almannagjá, measured from north to south. að kortleggja sprungurnar. Flestar víddarmælingar á Almannagjá og Hrafnagjá voru gerðar eftir loftmynd- um í mælikvarða 1:13000 og 1:8500, en að auki var víddin mæld á nokkrum stöðum úti í náttúrunni. Áætluð skekkjumörk í mælingu á vídd og lóð- réttri færslu eru 10% en 2° fyrir stefnu sprungna. MÆLINIÐURSTÖÐUR Stefna Meðalstefna sprungnanna er N30°A, og er þá átt við línulega stefnu milli sprunguenda. Einstakar sprungur eru hlykkjóttar og víkja sums staðar talsvert frá meðalstefnu. Dæmi um slíkt er Gildruholtsgjá (2. mynd) sem er stórt misgengi á austurhluta Þing- vallasvæðisins. Gildruholtsgjá liggur í áberandi sveig þar sem misgengið um hana er mest, en þrátt fyrir það er línuleg stefna milli endanna áþekk meðalstefnu sprungna á svæðinu. Flestar sprungur á svæðinu víkja þó lítið frá meðalstefnu. Lengd Lengd sprungna er ávallt háð túlkun þar sem þær eru yfirleitt ósamfelldar (sundurslitnar) og klofnar. í þessari grein hefur sú aðferð verið notuð að telja senr eina sprungu togsprungu eða misgengi sem rekja má óslitið á loft- myndum í mælikvarða 1:33300. Þessi kvarði var valinn til að auðvelda sam- anburð við sprunguþyrpinguna við Voga (Ágúst Guðmundson 1980) og til að útiloka smásprungur og stuðla- sprungur sem sjást á loftmyndum í stærri mælikvarða. Meðallengd þeirrar 101 sprungu sem mæld var er 620 m. Stysta sprung- an mældist 57 m en sú lengsta 7,7 km 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.