Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 18

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 18
þessu má álykta aö dýpi þessara sprungna sé nokkur hundruð metrar. Þar sem meðallengd sprungnanna er 620 m ætti, samkvæmt Nur (1982), meðaldýpi sprungnanna að vera um eða undir 600 m. Allar þessar niður- stöður benda því til þess að dýpi tog- sprungnanna á Þingvöllum, og þar með dýpi lóðrétts hluta siggengjanna, sé nokkur hundruð metrar. Stóru mis- gengin, svo sem Almannagjá og Hrafnagjá, ná þó sennilega niður á mun meira dýpi, og líklega niður í kvikulag sem liggur undir gosbeltinu á um 8 km dýpi (Zverev o. fl. 1980, Gylfi Páll Hersir o. fl. 1984). MYNDUN Hér verða ræddar tvær tilgátur um myndun sprungna á Þingvöllum. I fyrri tilgátunni eru gangar taldir valda sprungunum, nema þeim stærstu sem eru beint tengdar plötuhniki. í síðari tilgátunni er sprungumyndun og sig tengt þrýstingsbreytingum í kvikuþró undir Hengilsþyrpingunni. Gangainnskot Þessi tilgáta gerir ráð fyrir að stóru misgengin, svo sem Hrafnagjá og Al- mannagjá, séu mynduð við plötuhreyf- ingar, en að smærri misgengi og tog- sprungur séu af völdum ganga sem ekki ná yfirborði. Plötuhreyfingar, og tengsl þeirra við jarðhnik, hafa verið svo mikið ræddar á síðustu árum að ekki er ástæða til að fjölyrða frekar um þær hér. Sú hugmynd að sprungu- þyrpingar séu yfirborð gangaþyrpinga virðist fyrst hafa verið sett fram af Walker (Gunnar Böðvarsson og Walk- er 1964). Áþekkar hugmyndir hafa verið uppi um sprunguþyrpingarnar á Hawaii (Duffield 1975), og hefur þeim verið ítarlega lýst í líkanreikningum (Pollard o. fl. 1983). í líkani Pollards og félaga er ekki gert ráð fyrir því að gangar sitji í sprungum sem þeir fram- kalla á yfirborði, en í því líkani sem hér verður rætt er gert ráð fyrir að svo sé. Þegar kvika í gangi nálgast yfirborð- ið, minnkar yfirþrýstingur hennar yfir- leitt þar sem eðlismassi basalkviku er venjulega hærri en eðlismassi efsta hluta skorpunnar. Athuganir benda til þess að þegar kvika í sprungu nálgast yfirborðið þá sé sprunguendinn í það minnsta nokkrum tugum metra á und- an kvikunni (Macdonald 1972 s. 15). Þótt kvika gangsins stoppi tugum eða hundruðum metra neðan við yfirborð- ið getur gangurinn samt þróað sprungu til yfirborðsins. Einnig hjálp- ar til að á virkum svæðum er oft tog- spenna ríkjandi í efsta hluta skorpunn- ar (Scháfer 1979), ef til vill vegna kólnunar skorpunnar. Þá þarf sára- lítinn yfirþrýsting kviku til að þróa sprungu til yfirborðs, þótt eðlismassi kvikunnar sé of hár til þess að hún nái að lyfta sér til yfirborðs. Gangakenningin um uppruna sprungnanna skýrir hvers vegna slíkar sprungur finnast innan sigdala eins og Þingvalladældarinnar. Sprungurnar eru myndaðar við togspennu, en vegna þess að siggengin sem afmarka sigdalinn eru virk, einangra þau dalinn frá togspennusviði utan við hann (12. mynd). Togspenna utan við dalinn leiðir einungis til frekari sigs um sig- gengin, en getur ekki myndað tog- sprungur innan við þau. Togspennan sem myndar sprungurnar í sigdalnum sjálfum verður því að myndast innan við stóru siggengin, og auðvelt er að skýra slíkt togspennusvið með ganga- innskotum. Gangakenningin skýrir einnig hvers vegna sprungurnar eru svo stuttar sem raun ber vitni. Ef togspenna orkaði á 12

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.