Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 25
Erlingur Hauksson:
Fjöldi og útbreiðsla landsels
við ísland
INNGANGUR
Sumarið 1980 var ráðist í að telja
fjölda sela hér við land með beinni
talningu (Erlingur Hauksson 1980a).
Markmiðið með talningunni var að
afla upplýsinga um fjölda og út-
breiðslu sela við ströndina. Fyrr hafði
ekki farið fram heildartalning á sel við
ísland, en selafjöldi á miklum hluta
strandarinnar hafði verið kannaður á
vegum Hafrannsóknastofnunar, Líf-
fræðistofnunar Háskólans og Rann-
sóknastofnunar fiskiðnaðarins (Arn-
þór Garðarsson 1973, 1976 og 1977;
Björn Gunnlaugsson 1977; Jónbjörn
Pálsson 1976). Áður hefur verið reynt
að ákvarða stofnstærð landsela hér við
land út frá upplýsingum um kópa-
veiðar (SólmundurT. Einarsson 1978;
Teitur Arnlaugsson 1973) og Bjarni
Sæmundsson (1932) áætlar landsela-
stofninn um 1930, 15 — 20 þús. dýr.
Þessi grein fjallar um niðurstöður
talninga á landsel. Sú reynsla fékkst
við talningu sela úr lofti sumarið 1980,
að þessi aðferð hentar illa til þess að
áætla fjölda útsela en betur til að áætla
fjölda landsela (Erlingur Hauksson
1980a). í annarri grein er fjallað um
stofnstærð útsela hér við land (Er-
lingur Hauksson 1985a).
Áður hefur verið greint frá niður-
stöðu talningarinnar 1980 um fjölda
landsela hér við ströndina (Erlingur
Hauksson 1980b), en hér eru niður-
stöður flugtalningarinnar endurskoð-
aðar í ljósi nýrrar vitneskju um hegð-
un landsela yfir sumartímann, einkum
hvað varðar fjölda dýra á þurru með
tilliti til sjávarfalla og sólargangs. At-
huganir á þessu fóru fram sumurin
1980 og 1981 (Erlingur Hauksson
1985b).
AÐFERÐIR
Talið var úr lofti á tímabilinu 11.—
22. ágúst 1980, en vegna veðurs var
ekki unnt að telja úr lofti 18. og 19.
ágúst. Við talningu var notuð flugvél
af gerðinni Cessna-Skyhawk TF-ETE,
fjögurra manna háþekja. Fjöldi sela
var skráður á staðnum, ef lítið var um
sel, en annars voru teknar myndir úr
lofti af selahópum og fjöldi dýra
ákvarðaður á þeim. Greint var á milli
útsels og landsels. Nánari lýsingar á
aðferðum eru í grein Erlings Hauks-
sonar (1985a).
Flogið var yfir alla ströndina en
Grímsey sleppt. Miðað var að því að
talning úr lofti færi fram á tímabilinu 3
klst. fyrir og eftir háfjöru, en það
reyndist ekki alltaf framkvæmanlegt.
Samtals fóru 66,5 flugtímar í talningar.
Við undirbúning og framkvæmd taln-
ingar var að miklu leyti stuðst við
skýrslu Mate (1977) um framkvæmd
seíatalninga í Austur-Kyrrahafi.
Náttúrufræöingurinn 56 (1), bls. 19—29, 1986
19