Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 25
Erlingur Hauksson: Fjöldi og útbreiðsla landsels við ísland INNGANGUR Sumarið 1980 var ráðist í að telja fjölda sela hér við land með beinni talningu (Erlingur Hauksson 1980a). Markmiðið með talningunni var að afla upplýsinga um fjölda og út- breiðslu sela við ströndina. Fyrr hafði ekki farið fram heildartalning á sel við ísland, en selafjöldi á miklum hluta strandarinnar hafði verið kannaður á vegum Hafrannsóknastofnunar, Líf- fræðistofnunar Háskólans og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins (Arn- þór Garðarsson 1973, 1976 og 1977; Björn Gunnlaugsson 1977; Jónbjörn Pálsson 1976). Áður hefur verið reynt að ákvarða stofnstærð landsela hér við land út frá upplýsingum um kópa- veiðar (SólmundurT. Einarsson 1978; Teitur Arnlaugsson 1973) og Bjarni Sæmundsson (1932) áætlar landsela- stofninn um 1930, 15 — 20 þús. dýr. Þessi grein fjallar um niðurstöður talninga á landsel. Sú reynsla fékkst við talningu sela úr lofti sumarið 1980, að þessi aðferð hentar illa til þess að áætla fjölda útsela en betur til að áætla fjölda landsela (Erlingur Hauksson 1980a). í annarri grein er fjallað um stofnstærð útsela hér við land (Er- lingur Hauksson 1985a). Áður hefur verið greint frá niður- stöðu talningarinnar 1980 um fjölda landsela hér við ströndina (Erlingur Hauksson 1980b), en hér eru niður- stöður flugtalningarinnar endurskoð- aðar í ljósi nýrrar vitneskju um hegð- un landsela yfir sumartímann, einkum hvað varðar fjölda dýra á þurru með tilliti til sjávarfalla og sólargangs. At- huganir á þessu fóru fram sumurin 1980 og 1981 (Erlingur Hauksson 1985b). AÐFERÐIR Talið var úr lofti á tímabilinu 11.— 22. ágúst 1980, en vegna veðurs var ekki unnt að telja úr lofti 18. og 19. ágúst. Við talningu var notuð flugvél af gerðinni Cessna-Skyhawk TF-ETE, fjögurra manna háþekja. Fjöldi sela var skráður á staðnum, ef lítið var um sel, en annars voru teknar myndir úr lofti af selahópum og fjöldi dýra ákvarðaður á þeim. Greint var á milli útsels og landsels. Nánari lýsingar á aðferðum eru í grein Erlings Hauks- sonar (1985a). Flogið var yfir alla ströndina en Grímsey sleppt. Miðað var að því að talning úr lofti færi fram á tímabilinu 3 klst. fyrir og eftir háfjöru, en það reyndist ekki alltaf framkvæmanlegt. Samtals fóru 66,5 flugtímar í talningar. Við undirbúning og framkvæmd taln- ingar var að miklu leyti stuðst við skýrslu Mate (1977) um framkvæmd seíatalninga í Austur-Kyrrahafi. Náttúrufræöingurinn 56 (1), bls. 19—29, 1986 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.