Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 26

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 26
1. mynd. Útbreiðsla landsela hér við land, samkvæmt talningu úr lofti í ágúst 1980. 1 Faxaflói, 2 Breiðafjörður, 3 Vestfirðir, 4 Strandir-Skagafjörður, 5 Eyjafjörður-pistilfjörður, 6 Austfirðir og 7 suðurströndin. — Distribution of common seals at the coast of lceland in August 1980. Auk talninga úr lofti var til sam- anburðar talið á nokkrum stöðum á landi, nánar tiltekið í Markarfljótsós, í Hindisvík, í Grundarfirði og á Voga- skerjum í Isafirði. Við talningu á landi var notaður sjónauki á þrífæti er stækkar 25 sinnum. Fylgst var með fjölda sela á fyrirfrant ákveðnu svæði um það leyti er flugtalning fór fram. Við úrvinnslu talningargagna er ströndinni skipt í sjö hluta (1-7 á 1. mynd) og fjöldi sela tekinn saman fyrir hvert svæði. Talningargildi eru leiðrétt með eftir- farandi þáttum: a) Stuðli, sem er til kominn vegna þess að reynslan hefur sýnt, að jafnan er það einhver hluti dýra sem talning- armönnum yfirsést. Hér er stærð þessa stuðuls sett fram sem 1,05 (95% örygg- ismörk 1,03—1,07) eða sú hin sama og við talningu útselskópa (Sjá Erling Hauksson 1985a). b) Stuðli, sem tekur til greina þann hluta sela sem ekki er á þurru á þeint tíma þegar talið er miðað við sjávar- föll. Samkvæmt könnun er gerð var sumurin 1980 og 1981 eru flestir selir að jafnaði á þurru u. þ. b. hálfri klst. eftir háfjöru, en færri á öðrum tímum, en fæstir selir eru á þurru á háflóði (Erlingur Hauksson 1985b). Út frá 20

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.