Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 30
ingu og kópauppeldi væri lokið og
kópum hefði fækkað nokkuð, vegna
náttúrulegra affalla og veiða.
NIÐURSTÖÐUR
Útbreiðsla og fjöldi
landsela við ströndina
Flestir landselir sáust við suður-
ströndina, en Faxaflói og svæðið
Strandir-Húnaflói-Skagafjörður
(svæði 4, 1. mynd) fylgir fast á eftir.
Hvað leiðrétta talningu snertir, eru
flestir selir á svæði 4. Kemur þetta til
af því, að talning fór fram á frekar
óheppilegum tíma með tilliti til sjávar-
falla og sá hluti dýra er sást úr lofti
hefur verið lítill af þeim sökum. í heild
sáust um 15 þús. landselir úr lofti,
leiðréttur fjöldi er um 21 þúsund með
16—27 þús. sem efri og neðri mörk
fjöidamatsins (tafla 2).
Landselur er umhverfis land allt.
Algengastur er hann í jökulsárósum
sunnanlands, en einnig í skerjum, í
eyjum og árósum við Vestur- og
Norðurland. Sjaldgæfastur er hann við
Norðausturland (1. mynd). Stærstu
landselslátrin eru samkvæmt þessari
könnun í Fjallsárós í Öræfum (rúml. 1
þúsund dýr) og víða annars staðar eru
stór látur, t. d. í Leirárvogi, Akraósi,
á Löngufjörum og í Hvalseyjum á
Faxaflóa, í Hergilseyjarlöndum, Skál-
eyjum, Hvallátrum, Akureyjum,
Rauðseyjum, Reykhólalöndum,
Skarðslöndum, Bæjarvaðli á Rauða-
sandi og mörgum fleiri stöðum við
Breiðafjörð (2. mynd). í ísafjarðardjúpi,
Reykjafirði, Drangavík, Ófeigsfirði
o. fl. stöðum á Ströndum, Kollafirði,
Bitrufirði, Hrútáfirði, á Vatnsnesi og
Skaga við Húnaflóa. Við Norðaust-
urland eru stærstu látrin í Bakkahlaupi
og Jökulsá á Brú. Við Suðausturland
eru stærstu látrin í Álftafirði og Lóns-
vík. Fyrir utan Fjallsárós eru stór látur
við suðurströndina í Þjórsá, í Ölfusá,
Markarfljóti, Kúðafljóti (3. mynd), á
Skeiðarársandi og víðar.
Samanburður á talningum
á Iandi og úr lofti
í öllum tilvikum fékkst hærri sela-
fjöldi við talningu úr flugvél og á loft-
ljósmyndum en við talningu úr fylgsn-
um á landi á sama svæði (tafla 3). Þessi
munur er mestur þar sem fjarlægð í
talningarsvæði frá landi er mest og
yfirsýn lítil (Vogasker). Þar sem yfir-
sýn er góð og fjarlægðin tiltölulega
stutt eru niðurstöðurnar sambærilegri.
ÁLYKTANIR
Útbreiðsla landsela
við ströndina
Landselur er algengur umhverfis
land allt, en er misdreifður (tafla 2, 1.
mynd). Þeir þættir, sem þessu út-
breiðslumynstri ráða eru ekki þekktir
nákvæmlega, en eftirfarandi aðstæður
skipta líklega máli: (a) Fjöldi heppi-
legra látra. (b) Manna- og húsdýra-
umferð. (c) Fæðuskilyrði. (d) Fjöldi
útsela. (e) Veiðar.
Samkvæmt erlendum rannsóknum á
landsel, virðist fjöldi heppilegra látra
ráða miklu um selafjölda á strand-
svæðum (Boulva og McLaren 1979).
Staðhættir á kæpingarstöðum landsela
eru í megin atriðum tvenns konar. Um
er að ræða sandeyrar eða sandfjörur,
sem erfitt er fyrir landdýr að komast til
og sker og smáeyjar, sem ekki er vætt
út í. Jafnan er það djúpt í kringum
þessi sker og eyjar, að dýrin geta synt í
kringum þau. Við suðurströndina eru
mörg látur af fyrri gerðinni og þar er
þorri allra landsela á sandeyrum í
jökulsárósum og á sandfjörum fjarri
byggð. í Faxaflóa eru látursgerðirnar
blandaðri, þar eru bæði sandeyrar og
24