Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 31

Náttúrufræðingurinn - 1986, Page 31
Tafla 3. Samanburður á selatalningu á landi og úr lofti, á nokkrum stöðum. — of numbers of seals seen on land with a binocular (25x) and from an aircraft, sites. Comparison on the same Staður Fjöldi sela, talning: Sites Numbers of seals seen: á landi úr lofti on land from air Markarfljótsós 42 49 Grundarfjörður 50 62 Hindisvík 182 183 Vogasker 100 167 eyjar eða sker, sem landselirnir kæpa á. Dæmi um hið fyrrnefnda er Kaldár- ós og dæmi um hið síðarnefnda eru Hvalseyjar. Við Faxaflóa og á suður- ströndinni virðist því vera nægilega mikið um heppilega kæpingarstaði, til þess að mikill selafjöldi þrífist þar. Sama er að segja um Breiðafjörð en þar er urmull eyja og skerja eins og alþekkt er. Kæpir landselurinn þar nær einungis í klettafjörum, að Bæjar- vaðlinum á Rauðasandi undanskild- um. Á Vestfjörðum er frekar lítið um hentuga staði og selafjöldi í látrum að sama skapi minni. Á Ströndum og í Húnaflóa að Skaga eru slík skilyrði aftur á móti víða, og selafjöldinn mik- ill. Við önnur strandsvæði eru heppi- legri kæpingarstaðir fyrir landsel ekki eins algengir og selafjöldinn því lík- lega minni þar af leiðandi, en þar sem á annað borð eru slík skilyrði, er jafn- an landselur í meira eða minna mæli, t. d. í Bakkahlaupi og Héraðsflóa. Umferð manna og húsdýra skiptir líklega miklu máli. Miðað við aðrar selategundir, þolir landselur nærveru mannsins mjög vel. Afar sjaldgæft er þó, að hann kæpi eða liggi uppi þar sem er regluleg umferð manna. Einnig hef ég orðið vitni að því að sauðkindur hvekkja landseli og þeir steypa sér í sjóinn, ef þær nálgast þá. Svo virðist sem landselir þarfnist þess að hvílast á þurru reglulega. Truflun af völdum umferðar við látur landsela er í Dan- mörku talin hafa valdið fækkun þeirra, vegna aukningar í kópadauða (Heide- Jörgensen 1979). Hversu mikilvægt það er, að góð skilyrði til fæðuöflunar séu nálægt látr- um og hversu mikil áhrif þetta kann að hafa á fjölda og dreifingu landsela við ströndina, er erfitt að segja um. Sjávarspendýralíf er jafnan fjölsk- rúðugt þar sem hafsvæði eru frjósöm og fiskgengd mikil, ef önnur umhverf- isskilyrði lienta, samanber mergð hvala og sela í Norður- og Suður- höfum. Utbreiðsla landsela hér við land er einnig þannig í megin atriðum, að mest er um þá við þau strandsvæði, þar sem gjöful eru fiskimið. Hvort sem það er svo fiskgengdin ein sér eða heppileg skilyrði til kæpingar að öðru leyti, sem ráða hér um, er erfitt að meta. Utbreiðsla landsels og útsels (sjá Er- lingur Hauksson 1985a), bendir ekki til þess að landselurinn hverfi algjör- lega þar sem útselurinn nemur land. Hér skarast útbreiðsla þessara teg- unda mun meir en gerist víða annars staðar, t. d. við Bretlandseyjar (sjá Summers 1979). Einstaklingar þessara tegunda halda sig þó í aðskildum hóp- 25

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.