Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 32
3. mynd. Landselir á sandeyri við Kúðafljót, séð úr flugvél. - Common seals hauled out on
sandbank in the river Kúðafljót, on the south-coast of Iceland, as seen from the air
(\jósm.Iphoto Guðmundur S. Jónsson).
um, og útselir og landselir liggja sjald-
an hlið við hlið á sama stað. í þeim
tilvikum sem útselir og landselir hafa
sést deila um pláss á skeri eða í fjör-
unni er það jafnan landselurinn sem
forðar sér í sjóinn. Hef ég nokkrum
sinnum orðið vitni að slíkum atburð-
um. Það er og mál selveiðibænda, að
þar sem útselurinn nái bólfestu hrekist
landselurinn í burtu og þannig geti
útselurinn spillt kæpingarstöðum land-
sela (Kristinn Jónsson, bóndi á Skarði,
persl. uppl.).
Miklar staðbundnar veiðar geta leitt
til fækkunar sela samanborið við önn-
ur svæði þar sem veiðar eru engar eða
mun minni. Landselir eru hópdýr og
leggja líklega þá fyrst undir sig nýjan
kæpingarstað, að of þröngt er orðið á
þeim stöðum sem fyrir eru. Þegar selir
eru fáir má búast við því að út-
breiðslan verði takmarkaðri, en þegar
selastofnarnir eru stórir. Einnig eru
dæmi þess að dýrin forðist þá staði,
þar sem veitt hefur verið með skot-
vopnum um kæpingartímann og haldi
annað. Hér á landi virðist þetta eiga
einna helst við kæpingarstaðina á
skerjum og eyjum. Vorkópaveiðar
voru stundaðar ár eftir ár með skot-
vopnum í sumum árósum á Suður-
landi, án þess að kæping minnkaði
þar. Veiðar vorkópa í net á kæpingar-
stöðum virðast ekki hafa þau áhrif að
selirnir fælist staðina, heldur sýnir
reynslan að urturnar kæpa ár eftir ár á
sömu stöðum, þrátt fyrir að kópurinn
sé tekinn frá þeim á hverju ári.
26