Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1986, Síða 39
1. mynd. Rafeindasmásjármynd af bakteríunni Escherichia coli. Stækkun er 11.000 föld. Mynd: David Scharf. Úr greininni: The recombinant DNA debate eftir Clifford Grob- stein. Copyright ® 1977: Scientific American. erfðum baktería staðið yfir í nokkur ár. Þess var þá ekki langt að bíða að menn áttuðu sig á því hvers konar boð kjarnsýran ber og hvernig þeim er komið til skila í starfandi frumum. Ákveðin samsvörun fannst á milli raðar byggingareininga í kjarnsýru gena og raðar amínósýra í amínósýru- keðjum prótína. Hvert gen ræður gerð einnar slíkrar keðju, en prótín eru gerð úr einni, tveimur eða fáeinum keðjum. BAKTERÍUFRUMUR En hugum nú betur að bakteríun- um. Tegundir þeirra eru margar og lifa við fjölbreytileg skilyrði. Þar sem líf þrífst á annað borð má eiga von á bakteríum, og ýmsar tegundir baktería dafna þar sem einksis annars lífs er von. T. d. er fjölskrúðugt bakteríulíf í heitum hverum. En margar þær bakt- eríutegundir sem mest hafa verið rannsakaðar lifa í eða á mönnum og dýrum. Ein þessara tegunda er þarma- bakterían Escherichia coli, sem erfða- fræðingar og lífefnafræðingar hafa lengi haft mikið dálæti á. Hver ein- staklingur þessarar tegundar er aðeins ein, sívöl fruma, sem er um 2 þúsund- ustu úr millimetra á lengd og um 0,8 33

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.