Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1986, Side 46
þeirra hefur einnig verið rannsökuð rækilega. STJÓRN GENASTARFS Eins og að líkum lætur stjórnar bakterían starfsemi gena sinna af mik- illi kostgæfni. Breytt starfsemi gena er einmitt eitt helsta svar hennar við breytingum á lífsskilyrðum. Ég tek dæmi: Escherichia coli getur aflað sér bæði kolefnis og orku úr mjólkursykri og þarf þá ekki önnur lífræn næringar- efni. Sérstakt ensím þarf til þess að kljúfa tvenndarsameindir mjólkursyk- urs í tvær nýtanlegar sameindir. Þetta ensím býr bakterían til. Án þessa en- síms er mjólkursykurinn gagnslaus fyrir bakteríuna. Sé bakterían ræktuð í æti sem er gjörsneytt þessari sykurteg- und er framleiðsla þessa ensíms í lág- marki. Sé bakterían hins vegar flutt í æti þar sem mjólkursykur er eina líf- ræna næringarefnið, bregst hún skjótt við og stóreykur framleiðslu ensíms- ins. Bakteríur sem ræktaðar eru á mjólkursykri hafa um 3000 sinnum meira af þessu ensími en þær sem ræktaðar eru án hans. Það er bakteríum greinilega í hag að geta stillt framleiðslu þessa ensíms eft- ir þörfum, en hvernig fara þær að því? Skýringin er sú, að starfsemi gensins, sem ræður gerð þessa ensíms í bakt- eríufrumunni, er hindruð þegar mjólk- ursykur er hvergi nærri. Hún er hindr- uð af sérstöku stjórnprótíni. Það ber kennsl á ákveðnar kirnisraðir við upp- haf gensins, tengist þeim og kemur um leið í veg fyrir eðlilega starfsemi gens- ins. Afleiðingin er sú að lítið sem ekk- ert myndast af ensíminu. Þegar mjólk- ursykur berst inn í bakteríufrumuna tengist hann stjórnprótíninu sjálf- krafa. Við það sleppir prótínið tökum á geninu, sem nú getur tekið til óspilltra málanna að undirbúa fram- leiðslu ensímsins. Þegar mjólkursykur þrýtur í æti bakteríunnar snýr hún við blaðinu og stöðvar framleiðslu á en- síminu. Þetta er einungis ein af mörg- um aðferðum sem bakteríur beita til að hafa stjórn á starfsemi gena sinna. HVAÐA GAGN ER AÐ RANNSÓKNUM Á ERFÐUM BAKTERÍA? Rannsóknir á bakteríunni Escheri- chia coli hafa verið brautryðjandi á mörgum sviðum erfðafræði og lífefna- fræði. Aðrar bakteríutegundir hafa að sjálfsögðu einnig verið rannsakaðar, en ekki jafn ítarlega. Ástæðurnar fyrir vinsældum þessarar óásjálegu bakteríu meðal líffræðinga eru margar eins og þegar hefur komið fram: Hún er mjög auðveld í ræktun, vex hratt, og er svo fyrirferðarlítil að ekki er tiltökumál að gera tilraunir með hundruð milljóna einstaklinga í senn. Hún hentar vel til erfðafræðilegra tilrauna. Því veldur m. a. tengiæxlunin, sem reyndar er fremur sjaldgæft fyribæri á meðal baktería. Vegna mergðarinnar er ennfremur hægt að ná meiri nákvæmni í greiningu á erfðaefninu en almennt gerist í tilraunum með dýr, plöntur og jafnvel sveppi. Hér verða ekki raktar frekar þær margvíslegu niðurstöður sem fengist hafa úr rannsóknum á þessum bakterí- urn. En sú spurning hlýtur að vakna hjá inörgum, hve mikið gildi þessar rannsóknir hafi umfram það að auka þekkingu manna á lífi bakteríanna. Því er til að svara að í fjölmörgum meginatriðum er lífsstarfsemi bakt- eríufrumunnar fjarska svipuð því sem gerist í frumum svonefndra æðri líf- vera. Þetta á t. d. við um hlutverk DNA-sameinda sem erfðaefnis, eft- irmyndun þeirra og efnaskipti, mynd- un prótína, orkubúskap og gerð 40

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.