Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 46
þeirra hefur einnig verið rannsökuð rækilega. STJÓRN GENASTARFS Eins og að líkum lætur stjórnar bakterían starfsemi gena sinna af mik- illi kostgæfni. Breytt starfsemi gena er einmitt eitt helsta svar hennar við breytingum á lífsskilyrðum. Ég tek dæmi: Escherichia coli getur aflað sér bæði kolefnis og orku úr mjólkursykri og þarf þá ekki önnur lífræn næringar- efni. Sérstakt ensím þarf til þess að kljúfa tvenndarsameindir mjólkursyk- urs í tvær nýtanlegar sameindir. Þetta ensím býr bakterían til. Án þessa en- síms er mjólkursykurinn gagnslaus fyrir bakteríuna. Sé bakterían ræktuð í æti sem er gjörsneytt þessari sykurteg- und er framleiðsla þessa ensíms í lág- marki. Sé bakterían hins vegar flutt í æti þar sem mjólkursykur er eina líf- ræna næringarefnið, bregst hún skjótt við og stóreykur framleiðslu ensíms- ins. Bakteríur sem ræktaðar eru á mjólkursykri hafa um 3000 sinnum meira af þessu ensími en þær sem ræktaðar eru án hans. Það er bakteríum greinilega í hag að geta stillt framleiðslu þessa ensíms eft- ir þörfum, en hvernig fara þær að því? Skýringin er sú, að starfsemi gensins, sem ræður gerð þessa ensíms í bakt- eríufrumunni, er hindruð þegar mjólk- ursykur er hvergi nærri. Hún er hindr- uð af sérstöku stjórnprótíni. Það ber kennsl á ákveðnar kirnisraðir við upp- haf gensins, tengist þeim og kemur um leið í veg fyrir eðlilega starfsemi gens- ins. Afleiðingin er sú að lítið sem ekk- ert myndast af ensíminu. Þegar mjólk- ursykur berst inn í bakteríufrumuna tengist hann stjórnprótíninu sjálf- krafa. Við það sleppir prótínið tökum á geninu, sem nú getur tekið til óspilltra málanna að undirbúa fram- leiðslu ensímsins. Þegar mjólkursykur þrýtur í æti bakteríunnar snýr hún við blaðinu og stöðvar framleiðslu á en- síminu. Þetta er einungis ein af mörg- um aðferðum sem bakteríur beita til að hafa stjórn á starfsemi gena sinna. HVAÐA GAGN ER AÐ RANNSÓKNUM Á ERFÐUM BAKTERÍA? Rannsóknir á bakteríunni Escheri- chia coli hafa verið brautryðjandi á mörgum sviðum erfðafræði og lífefna- fræði. Aðrar bakteríutegundir hafa að sjálfsögðu einnig verið rannsakaðar, en ekki jafn ítarlega. Ástæðurnar fyrir vinsældum þessarar óásjálegu bakteríu meðal líffræðinga eru margar eins og þegar hefur komið fram: Hún er mjög auðveld í ræktun, vex hratt, og er svo fyrirferðarlítil að ekki er tiltökumál að gera tilraunir með hundruð milljóna einstaklinga í senn. Hún hentar vel til erfðafræðilegra tilrauna. Því veldur m. a. tengiæxlunin, sem reyndar er fremur sjaldgæft fyribæri á meðal baktería. Vegna mergðarinnar er ennfremur hægt að ná meiri nákvæmni í greiningu á erfðaefninu en almennt gerist í tilraunum með dýr, plöntur og jafnvel sveppi. Hér verða ekki raktar frekar þær margvíslegu niðurstöður sem fengist hafa úr rannsóknum á þessum bakterí- urn. En sú spurning hlýtur að vakna hjá inörgum, hve mikið gildi þessar rannsóknir hafi umfram það að auka þekkingu manna á lífi bakteríanna. Því er til að svara að í fjölmörgum meginatriðum er lífsstarfsemi bakt- eríufrumunnar fjarska svipuð því sem gerist í frumum svonefndra æðri líf- vera. Þetta á t. d. við um hlutverk DNA-sameinda sem erfðaefnis, eft- irmyndun þeirra og efnaskipti, mynd- un prótína, orkubúskap og gerð 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.